Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 42
jafnframt á leigu Land-Rover, mestan hluta tím-
ans, sem ég dvaldist þama. Nú var orðið áliðið
sumars, en þá er venjulega farið að draga úr veiði;
en um annan tíma var ekki að ræða. Þar sem ég
var byrjandi í laxveiði, þarfnaðist ég tilsagnar
í réttum veiðiaðferðum, svo og almennrar þekk-
ingar um háttu laxins, og þá staði, sem hann
velur sér í ánni. (Lax liggur yfirleitt á sömu stöð-
unum, ár eftir ár, en þannig er því ekki alltaf farið
um silung). Komið var langt fram í ágúst (tekið
að hausta svo norðarlega), og flesta dagana var
skýjað eða rigning, og vindasamt, en ennþá var
bjart til klukkan hálf tíu. Verulegt slý og gróður
var í árvatninu, svo að erfitt var að halda flug-
unni „hreinni". Laxinn gengur ekki í allar ámar
á sama tíma, og því eru sumar snemmgengar en
aðrar síðgengnar; ég kom nokkrum vikum of seint
til að veiða í Laxá (bezti tíminn hafði verið seld-
ur ári áður). Vollandur (hér er greinilega um
prentvillu í riti Loniusar að ræða), leiðsögumaður
minn, sagði mér, að einn lax á stöng á dag, til
jafnaðar, þætti gott, jafnvel á bezta tíma.
Veitt er frá klukkan sjö á morgnana til eitt eftir
hádegi, en síðan aftur frá klukkan fjögur til tíu að
kvöldi. Allar íslenzkar laxveiðiár em „hvíldar“ í
tólf stundir á sólarhring. Skipt er um veiðisvæði,
á hálfs dags fresti. Við komuna hitti ég þama
sænskan lækni, Dr. Gunnar Kling. Hann reyndist
góður félagi, og við vorum saman á veiðisvæði,
þá viku, sem hann var þama. Við byrjuðum
veiðina síðdegis, og þá landaði ég 6 punda laxi,
í mikilli rigningu. Næsta morgun, enn í rigningu,
náði ég tveimur til viðbótar, 6 og 7 punda. Næstu
tvo hálfu dagana fékk ég ekkert, en síðan 11
punda fisk, sem barðist hetjulega. Ég var einn,
en fiskurinn langt úti í stórum hyl, og því nokk-
urt verk að landa honum. Þar sem bakkinn var
hár, varð ég að nota sporðsnöru (tailer), sem ég
hafði þó enga reynslu af, en hún reyndist vel.
Vollandur fór burtu í nokkra daga, en þar
sem einnig skyldi veitt af báti, þá réð ég mér
til hjálpar ungan sveitadreng, sem kunni ekki
ensku. Hann reri. Klukkan hálf ellefu að morgni,
sá ég lax elta fluguna, en ekkert gerðist. Ég egndi
fvrir hann á ný, og þetta reyndist vera stærsti
laxinn, sem ég fékk á öllu ferðalaginu. Hann var
sterkur, og tók þegar að stökkva; og greinilegt
var, að hann réð ferðinni. Ekki gat ég gert mig
skiljanlegan við ræðarann, sem urðu þau mistök
á að róa þegar í land. Því varð ég að ganga upp
háan malarkamb til þess að geta haldið leiknum
áfram. Þegar hér var komið sögu, var fiskurinn
kominn um hundrað metrum neðar með ánni, og
mikið af slýi lá á girninu. Þótt átakið væri þannig
verulegt, þá gat ég, slýsins vegna, illa beitt stöng-
inni til þess að þreyta fiskinn. Smám saman tókst
mér þó að draga úr ferð hans, en það var ekki
fyrr en ég hafði lagt að baki um átta hundruð
metra, að mér tókst að stöðva hann. Hluti ár-
bakkans var um tíu metra hár þarna; aldrei hef
ég verið svo langt frá vatnafiski, á meðan ég hef
verið að þreyta hann. Loks urðu stökk hans aðeins
að skvampi í vfirborðinu, og mér tókst að ná inn
miklum hluta undirlínunnar. Ég leit þá á klukk-
40
VEIÐIMAÐ U RI N N