Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 17

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Page 17
Ullarfoss 22 ( 40 — 28) Bottuholur 8 ( 14 — 35) Seiðketill 1(0 — 0) Skáfossar 15 ( 28 — 11) Kermóafoss 16 ( 11 — 26) Þrepin 10 ( 17 — 1) Kerlingarflúðir 5 ( 25 — 3) Selfoss 4(3 — 0) Árbæjarstrengir 18 ( 0 — 0) Breiðholtsstrengir .... 42 (101 — 152) Hundásteinar 67 ( 86 — 110) Brúarhylur 19 ( 18 — 74) Skötufoss 24 ( 17 — 23) Tíkarbreiða 1(0 — 0) Borgarstjórahola 42 ( 55 — 101) Hraunið 51 ( 81 — 127) Símastrengur 86 ( 43 — 122) Neðri-Sporðhylur 20 ( 29 — 43) Efri-Sporðhylur 4(4 — 16) Baugshylur . 3(5 — 4) Neðri-Kista 9(7 — j 83) Efri-Kista 21 ( 22 — Hólshylur 10 ( 19 — 17) Hólsstrengur 30 ( 61 — 47) Grænagróf 25 ( 35 — 41) Langhylur 8 ( 12 — 22) Mjóddir 18 ( 46 — 10) Litli-Foss 7(4 — 0) Fljótið 16 ( 36 — 13) Ármót 0(2 — 0) Höfuðhylur 5 ( 11 — 13) Ótilgreindir 9 ( 20 — 0) Alls 1003 Veiðin fyrir neðan brú var nú 55 laxar (34 — 84), en nú var veitt framan af með einni stöng umfram það, sem var í fyrra. Veiðin nú þýðir því ekki, að veiðin sé nokkuð að lagast þarna, þvert á móti er ekki að sjá á henni merki þess, að þarna verði til frambúðar hægt að hafa eitt veiðisvæði, sem hægt sé að stunda framan af með einni stöng, að öllu óbreyttu. Fossinn gaf mjög athyglisverða veiði, þegar haft er í huga, að aldrei hefur verið ónæðissam- ara við hann. Laxafjöldinn, 173 (155 — 99), kann að vera afrakstur stöðugrar ástundunar, en vera má einnig, að laxinn hafi átt erfiðara uppgöngu úr Fossinum nú, framan af, vegna framkvæmd- anna, og því verið þar hlutfallslega meiri lax en stundum áður, fyrstu vikurnar. Hins vegar er rétt að hafa í huga, að vatnið á þessu svæði er nú hreinna (ómengaðra), en verið hefur um langt árabil, og kann laxinn því að taka betur, fyrst eftir að hann kemur í ána. Veiðin í Efri-Móhyl er nær helmingi minni en í fyrra, og segir það sína sögu, þótt óvíða sé samdrátturinn meira áberandi á þeim um 25 veiðistöðum, sem sýndu minni veiði í ár en í fvrra. Breiðholtsstrengir brugðust nú illa, og um veru- legan samdrátt er að ræða á svæðinu frá Hunda- steinum að Símastreng. Bæði í Borgarstjóraholu (42 — 55 — 101) og á Hrauni (51 — 81 — 127) er veiðin mjög þverrandi, síðustu tvö árin, og er þar nú aðeins um þriðjungur þess, sem var 1968. Símastrengur (86 — 43 — 122) gaf hins vegar hlutfallslega mjög góða veiði. Fengu menn strax trú á honum, eftir að lax kom á efra svæðið, og voru þær fáar þær stundir, þegar hann var ekki stundaður, allt fram á síðasta dag. Flugusvæðið, sem svo er oft nefnt, olli mönn- um enn vonbrigðum. Á kaflanum frá og með Neðri-Sporðhyl að og með Hólshyl veiddust nú aðeins 67 laxar, en voru þó 87 í fyrra, og þótti þá lítið. Veiðin þar 1968 var 163 laxar. Þá sýndi lax- leysið sig einnig í Hólsstreng, þar veiddust nú að- Varanleg fyrírstaða kemur efst i farveg vesturárínnar gömlu. VEIÐIMAÐURIHN 15

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.