Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Side 45
v> * : •» »
, i vííítí"r;.
rf!t:$s
I SKOTFÆRI
Heimahlaðin skotfæri
Sú var tíð að fjölmargir íslendingar voru öðrum
þræði atvinnuskyttur. Sveitamenn einkum til
fjallabyggða, skutu rjúpur hvert haust eftir getu
og lögðu inn hjá kaupmanninum; við sjávarsíðuna
skutu menn seli og sjávarfugla til þess að afla
daglegrar fæðu.
Undir báðum kringumstæðum varð það mikið
atriði að ná í sem ódýrust skotfæri og flestar
meiriháttar skvttur keyptu því aðeins púður, högl,
hvellhettur og blý, og hlóðu skothylki sín heima.
Margir steyptu kúlur og rennilóð og jafnvel
stærri högl. Menn reyndu að koma sér upp forða
af patrónum helst úr málmi, sem mátti hlaða æ
ofan í æ, en einnig hlóðu menn pappaskothylki.
Hleðslutækin voru einföld, hin helstu voru
hvellhettutöng, púðurmál og annað fyrir högl,
hlaðstokkur til þess að þjappa forhlaði niður og
tæki til þess að loka pappírshylki haglapatrón-
anna að framan. Vandvirkir menn hafa oft getað
búið til nothæf og allgóð skothylki með þessum
einföldu tólum, en oft er líka hætt við að þau
hafi ekki verið á marga fiska og stundum jafnvel
lífsháskaleg, þegar ógætnir menn fóru í fáfræði
sinni að hlaða sérlega öflug skothylki. Má lesa
það milli lína í ýmsum frásögnum frá því um
og fyrir aldamót að svo duglega var troðið í hylkin
að mikill vafi var á hvort myndi liggja dautt fyrr
eða ver slasað skyttan eða bráðin. Líklega hefur
það orðið mörgum til lífs hvað hinar handsmíð-
uðu byssur sem komu á markaðinn beggja vegna
aldamótanna voru traust og vönduð smíði; einnig
það, að flestir hlóðu þá með svörtu púðri sem var
það fvrirferðarmikið að illgerlegt var að troða
háskalega miklu af því í skothylkin.
Heimahleðsla lagðist að mestu leyti niður á
millistríðsárunum vegna tiltölulega ódýrra verk-
smiðjuskota og atvinnuskyttum fækkaði. Þó munu
margar skyttur a. m. k. á afskekktari stöðum hafa
hlaðið allt fram á síðustu ár. Og þeim mætti gjarn-
an benda á að halda til haga gömlum hleðslutækj-
um, því margt af þessu dóti er nú orðið fágætir
safnmunir.
En á sama tíma sem við Islendingar lögðum
þessa kunnáttu niður hófst, ef svo mætti segja,
öld heimahleðslunnar á ný, í Bandaríkjunum og
víðar með þeim árangri að síðan er hægt að fá
mjög handhæg og nákvæm tæki til heimahleðslu
fyrir tiltölulega gott verð. Bandaríkjamenn riðu á
vaðið og mega heita eina þjóðin sem framleiðir
í stórum stíl þessi tæki bæði fyrir rifflapatrónur
og haglaskothylki. Frá Bandaríkjunum er líka
hægt að fá hverskyns efni til heimahleðslu í miklu
úrvali: púður, forhlöðu högl, kúlur, efni í kúlur,
kúlumót, hvellhettur og allt hvað heiti hefur.
Helstu fyrirtæki sem framleiða þetta eru t. d.
Lee Eng. Herther’s, Lyman Co, Redding og mörg
fleiri.
Borgar sig að hlaða sjálfur skothylki sín?
Eru heimahlaðin skotfæri eins góð og verk-
smiðjuframleidd?
Þessar spurningar heyrast oft. Gagnvart hinni
fyrri er málið einfalt. Fyrir þá sem nota fáein
skothylki á ári er svarið neikvætt, en fyrir alla
sem skjóta eitthvað að ráði annað hvort sem
veiðimenn eða markskyttur er þetta aðeins reikn-
ingsdæmi. Hvað kosta góð og hentug hleðslutæki,
hvaða verðmunur er á efni í t. d. 100 riffilskot-
hylki cal 222 og 100 stykkjum hlöðnum út úr búð,
hvað notar viðkomandi mörg á ári? Hér er ekki
tekið með í reikningsdæmið að heimahleðsla er
mörgum skemmtilegt hobbí. En gagnvart því
hvort hægt sé að fá eins góð skothylki með heima-
hleðslu er svarið þetta: Með góðum tækjum og
talsverðri yfirlegu er hægt að fá fullt eins góð
heimahlaðin haglaskot og verksmiðjuhlaðin, fyrir
VEIÐIMAÐURINN
43