Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 5

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 5
Ijós þá von, að þessar uppeldisstöðvar fyndust aldrei; af ástæðum, sem síðan hafa orðið ljósar. Svo er nú komið, að margar uppeldisstöðvar laxins eru fundnar. Þar hafa miklar veiðar verið stundaðar, og fyrir liggur, að veiði í net og á stöng hefur farið minnkandi í að minnsta kosti ellefu kanadískum og brezkum ám — og þá að sjálf- sögðu þeim hrygningarfiski, sem sjá á um viðhald stofnsins. í Noregi er ástandið nú þannig, að á þessu hausti varð að hætta laxveiðum í nokkrum ám þar, áður en venjulegur veiðitími var á enda, svo að stofn þeirra gengi ekki gersamlega til þurrðar. Fyrstu uppeldisstöðvarnar, sem fundust, voru við Grænland, innan landhelgi við suðvestur- ströndina. Þótt erfitt sé að afla nákvæmra upplýsinga um, hver áhrif veiðarnar hafa haft á efnahag Græn- lendinga, þá bendir margt til þess, að laxveiðarn- ar hafi valdið þar mikilli breytingu. Bandaríkja-. menn hafa ef til vill betra tækifæri en allar aðrar þjóðir, vegna aðstöðu sinnar á Grænlandi, til þess að fylgjast með breyttum aðstæðum þar. Þannig hélt bandarískt tímarit því fram, fyrir nokkru, að einstakir grænlenzkir fiskimenn hafi nú allt að $ 12.000.— í laun, á tímabilinu frá því í sept- ember þar til í nóvember, er mest veiðist. Þetta svarar til um einnar milljónar króna, og hefur verið líkt við tekjur manna í gullæðinu mikla í Alaska, á síðasta áratug aldarinnar, sem leið. Eins og kunugt er, eru um sjö áttundu hlutar Grænlands ísi þaktir, og fram á síðustu ár hafa Grænlendingar haft megintekjur sínar af þorsk- veiðum, og annarri svipaðri veiði. 1953, eftir að Grænland hafði verið dönsk ný- lenda í þrjár aldir, varð breyting á réttarstöðu landsins, og þá gerði danska stjórnin átak til þess að bæta lífskjör Grænlendinganna. Síðan hafa verið reist þar nýtízku frystihús, sem voru upp- haflega ætluð fyrir þorsk, og annan slíkan afla, en eru nú notuð við hagnýtingu laxins. Enginn lax er til í grænlenzkum ám, með einni undantekningu. Hins vegar hafa menn um langt skeið séð silfurbláan fisk lyfta sér úr haffletinum undan suðvesturströndinni. Á áratugnum eftir 1950 beindist athygli manna í síauknum mæli að Laxinn, sem veiðist á línu, er yjirleitt mjög smár, þótt ein- staka jullvaxnir jiskar veiðist þannig. Þess eru mörg dœmi, að eins punds lax hafi verið dreginn á línu. VEIÐIMAÐURIN.N 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.