Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 7
Tölurnar, sem nú Hggja fyrir um sjávarveiðina,
segja sína sögu. Þeir, sem laxveiðiárnar eiga, finna
fvrir samdrætti í laxveiðunum, um það verður
ekki deilt; en hér virðist ljóst, að menn skiptast í
tvo hópa. Annars vegar þá, sem fastast sækja
veiðarnar, og hafa engu að tapa heimafyrir, en allt
að vinna á hafinu — um tíma. Hins vegar þá,
sem með margs kvns aðgerðum eru að reyna að
viðhalda laxastofninum í ám sínum, þrátt fyrir
mengun, og margvíslegar aðrar hættur, sem
breyttir þjóðfélagshættir hafa haft í för með sér.
Þá virðist öfugsnúið, að í fyrsta sinn í sögunni,
sem maðurinn hefur aflað sér þeirrar þekkingar
á laxaeldi, að hann getur, fræðilega séð að
minnsta kosti, ráðið göngum í árnar, þá skuli nú
að farið eins og dæmin sýna.
Hér á íslandi er ástandið enn gott. Sumarið,
sem leið, var sennilega mesta veiðisumar, sem um
getur. Hér á ræktun vafalítið sinn þátt, og vafa-
laust hagstætt árferði í ánum og hafinu. Hins veg-
ar er rétt að hafa í huga, að íslenzki laxastofninn,
sem er að sjálfsögðu hluti Atlantshafslaxins, er
mjög smár, miðað við stofna Noregs, Bretlands-
eyja og Kanada, sem menn óttast nú svo mjög um.
Á Noregsmiðum hefur veiðzt meira á nokkrum
vikum en svarar til margfalds þess magns, sem
veiðzt hefur á fslandi í sumar.
Finnist uppeldisstöðvar smálaxins, sem er að-
eins eitt ár í sjó, og verði hann yrktur á sama hátt
og að ofan hefur verið lýst, verður útlitið vissu-
lega dökkt; og ráði sjávarveiðimenirnir gátuna um
uppeldisstöðvar íslenzka laxins, kann hann að
verða uppurinn á einni vertíð.
Það er vafalítið með þessar staðreyndir í huga,
sem íslenzkir ráðamenn hafa tekið þá skynsam-
legu og framsýnu afstöðu á alþjóðlegum vett-
vangi, sem raun ber vitni um. Með þátttöku sinni
í alþjóðlegu verndunarstarfi er verið að reyna að
„byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan
í“, svo að notað sé orðatiltæki, sem allir skilja.
Á fundum Norðaustur- og Norðvestur-Atlants-
hafsnefndanna um fiskveiðar, NEAFC og ICNAF,
voru 1969 samþykktar ályktanir, sem að stóðu
nægilega margar þjóðir til þess að um bann við
sjávarveiðum á laxi gæti orðið að ræða.
Hins vegar eru nefndir þessar aðeins ráðgef-
Alta, í Norður-Noregi.
andi, og ákvarðanir þeirra því ekki bindandi,
nema því aðeins, að til komi staðfesting viðkom-
andi ríkisstjórna.
í Norðaustur-Atlantshafsnefndinni, NEAFC,
varð afstaða Danmerkur, Vestur-Þýzkalands og
Svíþjóðar neikvæð banninu. Portúgal tók ekki af-
stöðu. Jákvæða afstöðu tóku hins vegar Belgía,
írska lýðveldið, Frakkland, ísland, Holland, Nor-
egur, Pólland, Spánn, Stóra-Bretland og Sovétrík-
in.
í Vestur-Atlantshafsnefndinni, ICNAF, varð
afstaða Danmerkur og Vestur-Þýzkalands enn
neikvæð, og Portúgal tók heldur ekki afstöðu. Já-
kvæða afstöðu tóku Bandaríkin, Kanada, Frakk-
land, ísland, Ítalía, Noregur, PóIIand, Rúmenía,
Spánn, Stóra-Bretland og Sovétríkin.
VEIÐIMAÐURINN
5