Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 7

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 7
Tölurnar, sem nú Hggja fyrir um sjávarveiðina, segja sína sögu. Þeir, sem laxveiðiárnar eiga, finna fvrir samdrætti í laxveiðunum, um það verður ekki deilt; en hér virðist ljóst, að menn skiptast í tvo hópa. Annars vegar þá, sem fastast sækja veiðarnar, og hafa engu að tapa heimafyrir, en allt að vinna á hafinu — um tíma. Hins vegar þá, sem með margs kvns aðgerðum eru að reyna að viðhalda laxastofninum í ám sínum, þrátt fyrir mengun, og margvíslegar aðrar hættur, sem breyttir þjóðfélagshættir hafa haft í för með sér. Þá virðist öfugsnúið, að í fyrsta sinn í sögunni, sem maðurinn hefur aflað sér þeirrar þekkingar á laxaeldi, að hann getur, fræðilega séð að minnsta kosti, ráðið göngum í árnar, þá skuli nú að farið eins og dæmin sýna. Hér á íslandi er ástandið enn gott. Sumarið, sem leið, var sennilega mesta veiðisumar, sem um getur. Hér á ræktun vafalítið sinn þátt, og vafa- laust hagstætt árferði í ánum og hafinu. Hins veg- ar er rétt að hafa í huga, að íslenzki laxastofninn, sem er að sjálfsögðu hluti Atlantshafslaxins, er mjög smár, miðað við stofna Noregs, Bretlands- eyja og Kanada, sem menn óttast nú svo mjög um. Á Noregsmiðum hefur veiðzt meira á nokkrum vikum en svarar til margfalds þess magns, sem veiðzt hefur á fslandi í sumar. Finnist uppeldisstöðvar smálaxins, sem er að- eins eitt ár í sjó, og verði hann yrktur á sama hátt og að ofan hefur verið lýst, verður útlitið vissu- lega dökkt; og ráði sjávarveiðimenirnir gátuna um uppeldisstöðvar íslenzka laxins, kann hann að verða uppurinn á einni vertíð. Það er vafalítið með þessar staðreyndir í huga, sem íslenzkir ráðamenn hafa tekið þá skynsam- legu og framsýnu afstöðu á alþjóðlegum vett- vangi, sem raun ber vitni um. Með þátttöku sinni í alþjóðlegu verndunarstarfi er verið að reyna að „byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan í“, svo að notað sé orðatiltæki, sem allir skilja. Á fundum Norðaustur- og Norðvestur-Atlants- hafsnefndanna um fiskveiðar, NEAFC og ICNAF, voru 1969 samþykktar ályktanir, sem að stóðu nægilega margar þjóðir til þess að um bann við sjávarveiðum á laxi gæti orðið að ræða. Hins vegar eru nefndir þessar aðeins ráðgef- Alta, í Norður-Noregi. andi, og ákvarðanir þeirra því ekki bindandi, nema því aðeins, að til komi staðfesting viðkom- andi ríkisstjórna. í Norðaustur-Atlantshafsnefndinni, NEAFC, varð afstaða Danmerkur, Vestur-Þýzkalands og Svíþjóðar neikvæð banninu. Portúgal tók ekki af- stöðu. Jákvæða afstöðu tóku hins vegar Belgía, írska lýðveldið, Frakkland, ísland, Holland, Nor- egur, Pólland, Spánn, Stóra-Bretland og Sovétrík- in. í Vestur-Atlantshafsnefndinni, ICNAF, varð afstaða Danmerkur og Vestur-Þýzkalands enn neikvæð, og Portúgal tók heldur ekki afstöðu. Já- kvæða afstöðu tóku Bandaríkin, Kanada, Frakk- land, ísland, Ítalía, Noregur, PóIIand, Rúmenía, Spánn, Stóra-Bretland og Sovétríkin. VEIÐIMAÐURINN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.