Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 29
„Stangaveiðifélagið átti að fá vatnasvæðið allt á leigu, eða réttara sagt til afnota, í 15 ár. Það átti að byggja laxastiga í Lagarfoss, í Grímsárfoss og í Selárfoss, í Vopnafirði, setja li/2 milljón laxaseiða árlega í árnar, allt tímabilið, og skila vatnasvæðinu fullræktuðu, við lok leigutímabils- ins. Mótframlag ríkisins átti að vera 30 þúsund krónur árlega, allt tímabilið, láta laxveiðiámar í Vopnafirði til afnota endurgjaldslaust til klaks og veiði fyrir félagið, en ríkið taka þær leigunámi, fyrir þetta tímabil. Margt fleira var ætlað í þessu samningsfrumvarpi, sem of langt yrði að nefna hér. Hitt skal aðeins sagt, að á síðustu stundu, þegar þessir samningar lágu fyrir til undirritunar á Al- þingi, þá voru þeir stöðvaðir af nýjum veiðimála- stjóra, með þeirri röksemd, að hann þvrfti að rannsaka málið fyrst. Við þá meðferð málsins dró stangaveiðifélagið tilboð sitt til baka.“ Síðar í umræddu erindi stjórnar veiðifélagsins til þingmanna eystra segir, að við þessi málalok, hafi fiskiræktarfélagið hreinlega gefizt upp, og var það formlega lagt niður 1949. Enn hafði draumur Eiríks, bókavarðar, ekki náð að rætast. Tveir áratugir liðu, frá því að fiskiræktarfélag- ið gafst upp við þá hugsjón sína að gera laxinum greiðan veg upj) í stærsta vatnasvæði landsins. Ekki lá málið þó í gleymsku allan þann tíma, því að í ágústlok 1964 var stofnað Veiðifélag Fljóts- dalshéraðs, af sömu aðilum, og í sama tilgangi, og fyrra félagið. Ári síðar var gerð ný áætlun um laxastiga í Lagarfoss; og á þessu hausti, nokkru eftir samningsgerð Veiðifélagsins og S.V.F.R., var aftur sleppt seiðum í ámar á Héraði, að þessu sinni 150.000 sumaröldum seiðum, en svo segir um skvldur leigutaka í Iið 3B nýgerðs samnings: „Leigutaki sleppir árlega, í fyrsta sinn 1970, í hið umsamda vatnahverfi 150 þúsund sumaröldum laxaseiðum af góðum stofni, er hæfa þykir vatna- hverfinu, og bergvatnsþverám þess, eða eftir nán- ara samkomulagi samningsaðila. Heimilt er leigu- taka að setja meira magn af seiðum fimm fyrstu árin, er kemur til frádráttar seiðasleppingu seinni 755 Lagarfljót. Þar er fegurð mikil. En hvað segir í samningnum um það atriði, sem mestu fær ráðið um hagnýtingu svæðisins, sjálfan stigann í Lagarfossi? Þetta er að sjálfsögðu spurning, sem allir vilja fá svar við, sem láta sig málið nokkru skipta, ekki sízt, þar sem ljóst er„ að virkjun Lagarfoss stendur fyrir dyrum. í 3. grein A samningsins segir svo: „Veiðiréttar- eigendur hafa loforð frá orkumálaráðherra um, að gerður verði laxgengur fiskvegur í Lagarfossi, og á byggingu hans að verða lokið 1971, og er samningurinn gerður á þeim forsendum. Eitt fyrsta verk Veiðifélags Fljótsdalshéraðs, eftir stofnun þess, 1964, var að fá Sigurð Thorodd- sen, verkfræðing, til þess að athuga aðstöðu við Lagarfoss, og gera tillögur um gerð og legu nýs laxastiga. I nóvember 1965 skilaði verkfræðistofa Sigurðar tillögum, uppdráttum og greinargerð um málið, ásamt kostnaðaráætlun, sem tekin var til endurskoðunar, í júnímánuði, síðastliðnum. í bréfi, sem Sigurður Thoroddsen ritaða Barða Frið- rikssyni, við þetta tækifæri, bendir hann á, að með hliðsjón af breyttum aðstæðum, verði að taka málið upp að nýju, komi til virkjunar í Lagarfossi, og þá að sjálfsögðu með hönnun hennar í huga. Margir áhugamenn um laxrækt hafa látið hug- ann reika til þess, sem Eiríkur Magnússon nefndi í bréfi sínu, vorið 1877, „hið mesta laxvatn eitt í Norðurálfunni“. Einn þeirra er Kjartan Sveins- VEIÐIMAÐ'URINN 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.