Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 9

Veiðimaðurinn - 01.11.1970, Blaðsíða 9
Sá er hængurinn Þættinum hefur borizt bréf frá bónda á Suðurlandi, þar sem fjallað er um nýjar gerðir neta, og ákvæði laxveiðilaganna nýju um þau: „Mér, eins og vafalaust fleir- um, þykir vænt um margt, sem áunnizt hefur með laxveiðilög- unum nýju, þótt ég telji, að lengra hefði mátt ganga til þess að vemda laxastofna einstakra vatna. Á ég þá ekki sízt við stofna sumra bergvatnsánna hér á Suðurlandi, þótt málið sé mér ekki skylt sem veiðiréttareig- anda. Hins vegar höfum við (feðgarnir?) um langt skeið sýnt laxinum áhuga, og má í því efni muna tímana tvenna. „Veiðimaðurinn“ gerði lögun- um nýju nokkur skil, í síðasta hefti, og þótti mér réttilega drepið á nokkur helztu atriðin, svo sem stækkun friðunarsvæðis við árósa, og heimild til handa ráðherra til þess að lengja frið- unartíma. Eitt atriði enn er þó rétt að drepa á, og það er 2. málsgrein 27. greinar VI. kafla laganna: „Leyfi veiðimálanefndar og veiðimálastjóra þarf til að taka í notkun til veiða á laxi og sil- ungi veiðarfæri úr nýjum efnum, eða úr efnum framleiddum með nýjum aðferðum". Ég man ekki betur, en sagt hafi verið frá því í blöðum, að á úthafinu hafi nýjustu gerðir næl- onneta verið bannaðar.*) Þess vegna langar mig til þess að spyrja, hvort ekki sé verið að nota hér á landi net til laxveiða, sem útlæg eru af hafinu. Mig langar því til þess að koma þeirri áskorun á framfæri, að fyrir næstu netavertíð verði gengið úr skugga um, hvers kyns net eru nú í notkun, og slælega þætti mér haldið á málunum, ef hér á landi, þar sem veiði er bönnuð í sjó, á að leyfa veiði með net- um, sem þykja of stórtæk við mestu rányrkju sögunnar á laxi. Með kveðju, M. Þ. *) Rétt. „Monofilament“-net má ekki nota til laxveiða á haf- inu, sbr. samþykktir, sem vikið er að á öðrum stað hér í blaðinu. Ritst j. stjómum ríkjanna, sem veiðarnar stunda, að tak- marka stærð veiðiskipanna, og banna notkun nylonneta (monofilament); einnig, að takmarka aflann við það, sem var 1969, en þá vom veiðarn- ar reyndar í hámarki á norðvesturhluta hafsins. í eðli sínu er samþykkt Norðaustur-Atlantshafs- nefndarinnar ekki annað en yfirborðsráðstöfun, og felur í raun og veru aðeins í sér, að Danir, Vestur- Þjóðverjar og aðrar aðildarþjóðir ákveða að auka ekki veiðamar, um eins árs skeið. Greinilega hefur komið fram, að Danir, sem mest hafa hagnazt á sjávarveiðunum, neita enn að fallast á tillögur um bann, sem öll löndin, sem laxveiðiár eiga við Norður-Atlantshafið, hafa þó lýst stuðningi við. Óttast þeir, sem mest hafa varað við sjávar- veiðunum, nú, að svo kunni að fara, að laxastofn- ar í Kanada, Bandaríkjunum, Stóra-Bretlandi, ír- landi og Noregi muni gjalda mikið afhroð, verði ekki gerðar nýjar raunhæfar friðunarráðstafanir; og jafnframt, að laxarækt kunni að falla alveg niður í sumum þessara landa, eða hlutum þeirra, þar eð sjávarveiðamar muni draga svo úr endur- heimtunum, að þær réttlæti ekki fjárútgjöldin til ræktunarinnar. VEIÐIMAÐURINN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.