Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 3

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 3
f------------------;------------- Veiðimaðurinn Nr.io3 Málgagn stangaveiðimanna - Júní 1980 Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur - Afgr.: Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavík. Opin daglega kl. 13 - 19. Laugardaga kl. 10 - 12 - Simar: 86050 & 83425 - Ritstjóri: Víglundur Möller - Prentun: LITBRÁ-offset - Verð kr. 2200 SVFR Stjórn Stangaveiöifélags Reykjavikur: Formaöur: Varaformaöur: Ritari: Gjaldkeri: Meöstjórnandi: Karl Ómar Jónsson Ólafur G. Karlsson Karl Guðmundsson Þórður Jasonarson Halldór Þórðarson Varastjórn: Sverrir Þorsteinsson Jón G. Baldvinsson Guðmundur Guðmundsson Framkv.stjóri: Friðrik D. Stefánsson Skrifstofumaöur: Hanna M. Vigfúsdóttir J I vorblíðunni Ekki mun það ofmælt að veðráttan hafi mikil áhrif á andlega og líkamlega líðan fólks hér á Islandi, enda hefur þjóðin frá öndverðu átt og á enn að mestu leyti afkomu sína undir árferðinu til lands og sjávar. Ekki þarf að skyggnast lengra aftur í tímann en til vorsins og sumarsins í fyrra, en þá var almennt haft á orði, að ekkert sumar hefði komið. Svo grátt lék tíðarfarið að minnsta kosti landbúnaðinn víða það árið. Það leynir sér ekki, hve léttara er yfir mönnum nú en þá. Þegar menn hittast á förnum vegi, heilsast þeir brosandi, vegsama veðurblíðuna og gleyma jafnvel að minnast á verð- bólguna. Og ef litið er til náttúrunnar er þar skýringuna að finna. Þar er allt á góðri leið í fullan blóma, þegar þetta er skrifað, í fimmtu viku sumars. Um sama leyti í fyrra voru hret og frosthörkur víða um land. Nú fyllir gróðurilmurinn vit okkar þegar við komum út á morgnana. Sumir segja að jafnvel megi heyra grasið spretta. Blettirnir við húsin hér í höfuðstaðnum eru orðnir sílgrænir, menn farnir að slá og trén eru óðum að klæðast sumarskrúðanum. Og ekki er dýrðin minni norðanlands, t.d. á Akureyri, þar sem sagt er að allt sé komið í fullan blóma, enda alkunna, hve fagurt þar er um að litast þegar svona vel vorar. Eftir óvenju mildan vetur og þetta yndislega vor er sízt að undra að fólk lítur nú björtum augum fram á veginn. Þess eru að sönnu dæmi, að brugðið hafi til hins verra síðar eftir góð vor, en um það vill enginn hugsa á svona dýrlegum vordögum, VEIÐIMAÐURINN 1

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.