Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 5

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 5
heima á Islandi yfir ekki lengra tímabil en það sem af er þezsari öld. Einkum á síðari hluta þess tímabils hafa orðið svo stórfelldar breytingar á lífsháttum landsmanna, að sambærileg dcemi munu vandfundin í öðrum menningarþjóð- félögum. En þessi umbylting sem svo nauðsynleg var og margt gott hefur af sér leitt, eins og efnalega velmegun, tceknilegar framfarir og aukin kynni og samskipti við umheiminn, hefur einnig haft í för með sér upplausn og óreiðu á ýmsum sviðum. Þar á meðal er brenglað mat á ýmsum þjóðlegum siðvenjum og verðmcetum. Sumt hefur verið lagt fyrir róða og í þess stað ýmislegt apað eftir útlend- ingum, sem margt er síður en svo af hinu góða. Eitt af því sem ekki má vanrcekja er sambandið við náttúruna. Islendinga hefur ekki enn, þrátt fyrir allt, hrakið svo langt frá uppruna sínum, að þeir eigi ekki að geta haldið því sambandi við. Mörg okkar sem nú eigum heima í borg og bcejum, erum fcedd og uppalin í sveit og búum enn að þeim áhrifum, sem við urðum fyrir af lífinu og umhverfinu þar. En jafnvel í þeim, a.m.k. ceði mörgum, sem fceddir eru og uppaldir í borg og kaupstöðum blundar hinn cevaforni eðlisarfur, sem lýsir sér m. a. í því, að flest kaupstaðarbörn, sem eru svo heppin að fá að dvelja um sumartíma í sveit, verða svo hugfangin af verunni þar, að þau vilja komast þangað ár eftir ár. Og jafnvel þótt breyting verði hjá mörgum þeirra upp úr fermingunni og þau hcetti að fara í sveit, vara áhrifin sem þau verða fyrir þar. Sum þeirra halda cevilangri tryggð við þessa staði, þar sem þau dvöldu, og verða líka síðar miklir náttúruunnendur, sem verja frítíma sínum til ferðalaga um fjöll og firnindi og koma aftur endurncerðir og hugfangnir affegurð og tign hinnar óspilltu íslenzku náttúru. Það er gaman að tala við sumt þetta fólk, heyra lýsingar þess og sjá tilhlökkunina í augum þess og yfir- bragði þegar það er að ráðgera ncestii ferðir. Sem betur fer er útilíf og slíkar ferðir mjög að aukast á síðari árum, enda hcegara um vik að komast leiðar sinnar nú til ýmissa staða en áður, meðan engir eða örfáir akfcerir vegir voru um óbyggðirnar. Eigi að síður eru þetta oft erfiðar ferðir og menn mundu ekki leggja þcer á sig, ef þcer gcefu þeim ekki ómcelda áncegju og lífsfyllingu í aðra hönd. Jöklaferðir eru t.d. eftir lýs- ingum að dcema enginn leikur stundum, en samt leggja menn þetta á sig, sumir ár eftir ár, að vísu oft í vísindalegum tilgangi, en þá fer saman áncegjan af gagnlegu starfi og dvölinni í þeim undraheimi, sem opnast mönnum þar. Einn er sá þáttur útilífs og sumarferða, sem veitir þeim, er þar skipa sér í sveit, svo mikla áncegju, slökun og sálarfrið, að öðrum en þeim, sem sjálfir hafa þar reynsluna, er ógerningur að skilja í hverju þessi unaður geti verið fólginn. Hér er átt við stangveiðina. Stundum hefur verið reynt að skýra þetta nokkuð hér í ritinu í greinum sem ýmsir veiðimenn hafa í það skrifað, og því skal ekki farið lengra út í þá sálma hér að þessu sinni. Hvorttveggja er, að stangveiðimenn þurfa engar skýringar og að lesendur Veiðimannsins utan þeirra raða munu vera fremur fáir, ef að líkum lcetur um rit svo einhceft að efni. Einnig er ástceðulaust að vera að troða þessum skýringum upp á aðra, sem kynnu að rekast VEIÐIMAÐURINN 3

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.