Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 6
Ingvi Hrafn Jónsson
Að gjalda skuld
Það var hráslagalegt í Aðaldalnum þegar
Flugleiðafokkerinn kom inn til lendingar í
byrjun september sl., NA-áttin, sem
gert hafði mönnum líflð leitt nær allt
árið, gáraði yfírborð Laxár og það fór
ekki á milli mála, að það var komið að
vertíðarlokum. Ég og veiðifélagi minn,
Orri Vigfússon, vorum komnir til að
kveðja ána fögru áður en Vetur konungur
tæki öll völd í sínar hendur.
Þrátt fyrir kaldranaleika veðurs var
gleði í brjóstum okkar, en örlítið trega-
blandin. Við höfum undanfarin 7-8 ár
veitt síðustu dagana fyrir landi Núpa
og Kjalar og þessi síðasta ferð ársins
er orðin okkur afar kær og kannski há-
punktur vertíðarinnar. Við höfum líka
lent í ævintýrum á þessum tíma og báðir
sett í stórlaxa, þótt snerpa þeirra sé farin
að minnka og þeir farnir að skarta hrygn-
ingarklæðunum.
A flugvellinum tók vinur okkar og veiði-
félagi Þórður Pétursson á móti okkur.
Hann var ekki sérlega bjartsýnn á að
okkur yrði vel til fanga, en við létum það
ekki á okkur fá, því að í hvert skipti, sem
við Orri stöndum á bökkum Laxár, erum
við sannfærðir um að við munum mok-
veiða og hver veit nema 30 pundarinn
verði nú við.
Til þess að auka nú veiðilíkurnar
höfðum við strengt þess heit, að reyna
að skila lifandi öllum þeim löxum, sem
við fengjum, niður í Laxeldisstöð Norður-
lax h/f á Laxamýri, því að þar var til-
finnanlegur skortur á klaklaxi. Við höfðum
líka ákveðið að eingöngu skyldi rennt
flugu til að auka lífslikur þeirra fiska,
á blaðið og rýna í það. Nóg er
eftirsóknin í veiðiárnar, ekki sízt
síðan farið var með öllum tiltcekum
ráðum að stefna hingað útlendingum til
veiða í stórum sttl.
En eitt skal að lokum sagt um stang-
veiðimenn: Þeir kunna að hlakka til.
Þótt samanburður við aðra sé vafa-
samur í þessu tilviki sem ýmsum öðrum,
minnist ég þess ekki, að hafa séð
aðra eins tilhlökkun, hvað þá meiri
en þá, sem Ijómar í augum og svip
margra stangveiðimanna þegar líður að
því að þeir komist í veiðiferð. Þetta
segir að nokkru sína sögu um það
seiðmagn, sem veiðiárnar búa yfir.
Ritstjóri
4
VEIÐIMAÐURINN