Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 9

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 9
framkvæmd með léttu sporðblaki og fór fram af brotinu. Við tókum báðir til fót- anna fyrir krikann um leið og línan tættist út af Hardyhjólinu mínu. 150-200 metrum neðar, tókst mér að ná yfirhöndinni aftur og stöðva skriðið á laxinum. Hann kom syndandi upp að bakkanum og nú sáum við í fyrsta skipti laxinn í návígi. „Hann er góð 20 pund, en feikna- lega þykkur og sjáðu sporðinn á honum“ sagði Orri. „Þetta verður veg- legur maki fyrir hrygnuna þína ef við náum honum.“ „Auðvitað náum við honum.“ Orri, sem tekur fremur fast á löxum sagði ekkert yfir því, hve fínlega ég tók á laxinum, en ég vissi að honum líkaði það ekki allskostar. En við erum búnir að veiða saman í Laxá í 14 ár og lenda í mörgum ævintýrum saman og við höfum þá gullnu reglu, að segja ekki hvor öðrum fyrir verkum, en hlíta fyrirmælum þess, sem er með laxinn á út í yztu æsar. Ef illa fer, verður engum um kennt, nema sjálfum veiðimanninum. Leikurinn barst áfram niður ána, við vorum komnir framhjá Kili, búnir að skrönglast yfir girðinguna á milli Kjalar og Núpa og komnir nálægt km frá töku- staðnum. Laxinn lét engan bilbug á sér fmna. Nú var klukkan farin að ganga 8 og birtu farið að bregða. „Ef þessu heldur áfram, endum við niður á Laxamýri“ sagði ég, en Orri brosti bara og sagði „Þú gerir þetta eins og þú heldur að sé bezt og ef við þurfum að fara með hann niður til sjávar, þá bara gerum við það.“ Og áfram sigum við niður úr. Laxinn út í miðri á og lét berast- hægt en jafnt undan straumnum. Eg jók svolítið þrýstinginn, en hann svaraði með því að færa sig utar í strauminn. „Hann er svo ferlega þykkur og með þennan rosasporð“ sagði Orri. Sjálfsagt hefur hann bölvað mér í hljóði fyrir að taka ekki almennilega á fiskinum og ljúka þessu af. Ég var hins vegar ákveðinn í því að láta 13 feta tvíhendu grafítstöngina mína og bremsuna á hjólinu þreyta fiskinn. Snorri heitinn Hallgrímsson sagði mér einu sinni, er við veiddum saman í Laxá að þannig væri leikurinn sanngjarnastur, laxinn og veiðimaðurinn ættu þá jafna möguleika. Þetta fannst mér fallegt ráð frá manni, sem ég mat mikils og hef ætíð síðan haft það að leiðarljósi og ekki misst fleiri laxa en hver annar, sem beitir öðrum aðferðum. Hins vegar er þessi aðferð tímafrekari, en gefur það á móti, að geta lagt laxinn upp að fótum sér og lyft honum á land með sporðtaki. „Við löndum honum í krikanum fyrir neðan Núpabreiðu“ sagði Orri og ég sá strax að hann hafði á hárréttu að standa. Ég fann að það var kominn tími til að ljúka leiknum. Laxinn var farinn að gefa eftir og heldoði þreytunnar að ná yfirhönd- inni. Það var líka að koma myrkur og betra að sjá aðeins til er slíkum höfðingjum er landað. Ég byrjaði að draga hægt en ákveðið inn á hjólið og laxinn fylgdi eftir. Ég bað Orra að gera grisjupokann kláran og fara niður í fjöruborðið. Nú var komið að því að reyna að sæta lagi og renna laxinum upp að bakkanum. En hann átti enn eftir afl og þegar hann fann að grynnt- ist og meira átak kom á línuna tók hann roku út í miðja á og buslaði kröftuglega í yfírborðinu. „Hvað er þetta eiginlega, ætlar hann ekki að gefa sig“ sagði Orri. „Við löndum honum hér og ekkert með það, eða við missum hann“ svaraði ég. En nú var leikurinn minn, ég fann að ég réði ferðinni og hægt og ákveðið leiddi ég laxinn næstum því í fangið á Orra. „Ég er með’ann“ hrópaði Orri um leið og hann lyfti laxinum snögglega VEIÐIMAÐURINN 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.