Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 11
VEIÐIMÁL AST OFNUNIN Laxveiði í íslenskum veiðiám 1979 Nú liggja fyrir heildartölur um laxveiðina hér á landifrá 1979. Veiðin varð alls 64.228 laxar að heildarþunga 225.280 kíló, sam- kvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar. Árið 1979 verður því sjötta í röð bestu veiðiára hérlendis. Hlutur stangveiði í laxveiðinni er 68% og netaveiði 32%, en í þeirri hlutfallstölu er einnig laxveiði á vegum þriggja fiskeldis- og fískhalds- stöðva, er stunduðu hafbeit, og gengu alls inn í stöðvarnar að þessu sinni tæplega 2.100 laxar eða 3,3% af heildarveiði af laxi. Laxveiðin 1979 var í heild tuttugu af hundraði minni en metveiðiárið 1978 en fjóra af hundraði yfír árlegu meðaltali laxveiði sl. 10 ár. Þessi ár eru jafnframt bestu veiðiárin hér á landi. Stangveiðin 1979 var samanborið við 1978 17% minni, en netaveiðin í heild hins vegar 27% lakari en 1978. Fyrrgreindar upplýsingar sýna, að þrátt fyrir erfitt tíðarfar sumarið 1979, kulda og vatnsleysi í mörgum ám, hefur stangveiði komið furðu vel út með undantekningum þó, svo sem í ánum á austurlandi og nokkrum ám í öðrum landshlutum. Á netaveiðisvæðunum háði lág vatnsstaða í ánum víða veiði, svo sem á Olfusár- Hvítársvæðinu. Eins og áður varð veiðin eftir lands- hlutum mest í vesturlandskjördæmi eða 39% af heildarveiði, en fimmti hver lax veiddist í suðurlandskjördæmi og 16% fengust í norðurlandskjördæmi vestra. Eru veiðihlutföll svipuð og 1978 nema á austurlandi, sem fyrr greinir, og suður- landi, en netaveiði varð mun minni í Ölfusá og Hvítá, er nam 33%, og í Þjórsá með rúmlega 50% minni veiði en 1978. Veiðin í Þjórsá varð samt tvöfalt betri en árleg meðalveiði fyrri ára, 1967-76. Má rekja hina miklu aukningu á laxveiði í Þjórsá undanfarin þrjú ár til átaks sem gert var í fískrækt og áður hefur verið skýrt frá. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði varð aðeins 11% lakari en 1978 og veiddust á því svæði 6.870 laxar sl. sumar. Á Ölfusár-Hvítár- svæðinu fengust í netin alls 7.666 laxar og í Þjórsá veiddust í net um 2.500 laxar. Þverá í Borgarfirði gaf mesta veiði af stangveiðiánum eða 3.558 laxa og er það besta veiði sem fengist hefur úr stangveiðiá hér á landi til þessa. I öðru sæti var Laxá í Aðaldal með 2.372 laxa, en þessar tvær ár hafa verið í sérflokki hvað veiði varðar sl. þrjú ár. Þriðja í röðinni varð Miðfjarð- ará í Húnavatnssýslu, en þar veiddust 2.132 laxar. Þá kemur Norðurá í Borgar- fírði með 1.995 laxa og fimmta lax- veiðiáin var Víðidalsá og Fitjaá í Húna- vatnssýslu en úr henni komu 1.948 laxar sem er metveiði þar eða rúmlega 100 löxum betri veiði en 1978. Sjötta stang- veiðiáin að þessu sinni var Langá á Mýr- VEIÐIMAÐURINN 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.