Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 11

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 11
VEIÐIMÁL AST OFNUNIN Laxveiði í íslenskum veiðiám 1979 Nú liggja fyrir heildartölur um laxveiðina hér á landifrá 1979. Veiðin varð alls 64.228 laxar að heildarþunga 225.280 kíló, sam- kvæmt upplýsingum Veiðimálastofnunar. Árið 1979 verður því sjötta í röð bestu veiðiára hérlendis. Hlutur stangveiði í laxveiðinni er 68% og netaveiði 32%, en í þeirri hlutfallstölu er einnig laxveiði á vegum þriggja fiskeldis- og fískhalds- stöðva, er stunduðu hafbeit, og gengu alls inn í stöðvarnar að þessu sinni tæplega 2.100 laxar eða 3,3% af heildarveiði af laxi. Laxveiðin 1979 var í heild tuttugu af hundraði minni en metveiðiárið 1978 en fjóra af hundraði yfír árlegu meðaltali laxveiði sl. 10 ár. Þessi ár eru jafnframt bestu veiðiárin hér á landi. Stangveiðin 1979 var samanborið við 1978 17% minni, en netaveiðin í heild hins vegar 27% lakari en 1978. Fyrrgreindar upplýsingar sýna, að þrátt fyrir erfitt tíðarfar sumarið 1979, kulda og vatnsleysi í mörgum ám, hefur stangveiði komið furðu vel út með undantekningum þó, svo sem í ánum á austurlandi og nokkrum ám í öðrum landshlutum. Á netaveiðisvæðunum háði lág vatnsstaða í ánum víða veiði, svo sem á Olfusár- Hvítársvæðinu. Eins og áður varð veiðin eftir lands- hlutum mest í vesturlandskjördæmi eða 39% af heildarveiði, en fimmti hver lax veiddist í suðurlandskjördæmi og 16% fengust í norðurlandskjördæmi vestra. Eru veiðihlutföll svipuð og 1978 nema á austurlandi, sem fyrr greinir, og suður- landi, en netaveiði varð mun minni í Ölfusá og Hvítá, er nam 33%, og í Þjórsá með rúmlega 50% minni veiði en 1978. Veiðin í Þjórsá varð samt tvöfalt betri en árleg meðalveiði fyrri ára, 1967-76. Má rekja hina miklu aukningu á laxveiði í Þjórsá undanfarin þrjú ár til átaks sem gert var í fískrækt og áður hefur verið skýrt frá. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði varð aðeins 11% lakari en 1978 og veiddust á því svæði 6.870 laxar sl. sumar. Á Ölfusár-Hvítár- svæðinu fengust í netin alls 7.666 laxar og í Þjórsá veiddust í net um 2.500 laxar. Þverá í Borgarfirði gaf mesta veiði af stangveiðiánum eða 3.558 laxa og er það besta veiði sem fengist hefur úr stangveiðiá hér á landi til þessa. I öðru sæti var Laxá í Aðaldal með 2.372 laxa, en þessar tvær ár hafa verið í sérflokki hvað veiði varðar sl. þrjú ár. Þriðja í röðinni varð Miðfjarð- ará í Húnavatnssýslu, en þar veiddust 2.132 laxar. Þá kemur Norðurá í Borgar- fírði með 1.995 laxa og fimmta lax- veiðiáin var Víðidalsá og Fitjaá í Húna- vatnssýslu en úr henni komu 1.948 laxar sem er metveiði þar eða rúmlega 100 löxum betri veiði en 1978. Sjötta stang- veiðiáin að þessu sinni var Langá á Mýr- VEIÐIMAÐURINN 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.