Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 16
legið fyrir í 5 ár, en framkvæmdir strandað
á fjárskorti.
Slík sleppitjörn dregur verulega úr
áhrifum þeirra meginþátta, sem áhrif hafa
haft á heimtur eins árs seiða síðustu ár,
en það eru fyrst og fremst sleppitími og
sleppistaður. Seiði eru missnemma
tilbúin til sjógöngu og því mjög mikilvægt,
að þau ráði sjálf sínum göngutíma og séu
á fóðrum allt fram á þann dag, er þau yfír-
gefa ferskvatn og halda á beitilönd hafsins.
I greininni er einnig rætt um aðra þætti,
sem áhrif geta haft á heimtur, svo sem
heilsufar, fóður og fiskmerki. Samspil
á milli þessara þátta er mjög flókið, en
öll meðhöndlun, svo sem við merkingu,
hefur veruleg áhrif á afkomumögu-
leika seiðanna. A hinn bóginn hefur
ekkert komið í ljós sem bendir til þess,
að notkun mismunandi fóðurtegunda hafí
haft jákvæð eða neikvæð áhrif á heimtur
nema þá óbeint í gegnum meðalþyngd
seiðanna.
I. Inngangur.
Meginhlutverk Laxeldisstöðvar ríkisins
í Kollafirði er að gera tilraunir með
heimtur laxaseiða úr sjó, sem m.a. beinast
að því að kanna áhrif ýmissa þátta áheimt-
ur, svo sem mismunandi eldisaðferða,
seiðastærðar, sleppiaðferða, heilsufars
og fóðurs. Þá hefur verið farið inn á nýjar
brautir í seiðaeldi, sem stuðla mættu að því
að gera hafbeitina hagkvæmari. Flýting
hrognaklaks hefur verið snar þáttur í til-
raunastarfínu sl. 5 ár. Seiði eru nú fyrst
fóðruð í janúar í stað maí áður. Tilraunum
með heimtur laxaseiða fylgir óhjákvæmi-
lega veruleg áhætta, einkum ef lagt er út á
áður óþekktar brautir, og kemur það oft
niður á heildarheimtum merktra seiða
það ár. Heimtur merktra seiða á tilteknu
ári standa oft í öfugu hlutfalli við þá áhættu
og það frumkvæði, sem tekið er í tilraun-
um. Hvern hefði t.d. grunaðfyrir lOárum,
að 25 gramma eins árs seiði gætu skilað sér
15% úr sjó, eins og kom fram í sleppitil-
raunum 1975. Til samanburðar mánefna,
að í Kanada er gerð sú krafa, að göngu-
seiði séu 17 sm eða um 50 grömm, enda að
meiri hluta alin á tveimur árum. Víst
var stofnun Laxeldisstöðvar ríkisins
árið 1961 að margra mati áhættusamt
fyrirtæki og allur þorri manna var van-
trúaður á, að þar mundi nokkurn tíma
ganga lax. Svipaða sögu er að segja af slík-
um tilraunastöðvum erlendis, enda hefur
stofnun þeirra oft kostað verulega bar-
áttu og þær átt erfitt uppdráttar fjárhags-
lega.
Það hefur oft viljað brenna við, að ýmsir
aðilar hafí misskilið hlutverk tilrauna-
stöðvarinnar, og árangur hefur því verið
metinn eftir heildarlaxagöngu án tillits
til fjölda slepptra seiða eða heildarheimtu
merktra laxa án tillits til fjölda þeirra
áhrifaþátta, sem verið er að kanna. Af
þessum ástæðum er tímabært að gerð sé
grein fyrir þeim upplýsingum, sem fengist
hafa um heimtur laxaseiða undanfarin
ár, og þeim áhrifaþáttum sem ráðið hafa
mestu um niðurstöður hvers árs. Tekið
skal fram, að gerð hefur verið nákvæm
grein fyrir tilraunum fram til 1975 í ritinu
,,Islenskar landbúnaðarrannsóknir“
og vísast til þess í sambandi við öll
tæknileg atriði. Reynt er að setja gögnin
þannig fram, að lesendur eigi auðvelt með
að túlka gögnin úr línuritum og töflum.
II. Helstu þættir, sem áhrif hafa á
heimtur.
Rætt verður almennt um þá þætti, sem
áhrif geta haft á heimtur, og hvaða breyt-
ingar hafa orðið á þessum þáttum í Lax-
14
VEIÐIMAÐURINN