Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 20
Þegar seiðitt hafa náð 15-20 g þyngd í upphituðum
kerjum innanhúss, eru þau látin íþessar hringlaga
eldisþrœr. Sumarið 1979 voru byggðar 4 slíkar
þrcer íLaxeldisstöðinni t Kollafirði. Iþeim er rými
fyrir nálega 100.000 gönguseiði. (Ljósm. Árni
Isaksson ).
fjarðarstöðinni, hvað meðalþyngd göngu-
seiða áhrærir. Það sést vel á mynd 1.
Eins og fram kemur á myndinni, var
meðalstærð eins árs gönguseiða 35-40
grömm fram til 1974. Merktir hópar eins
árs seiða voru á þessum tíma mjög sam-
stæðir, þ.e.a.s. öll seiðin voru úr sömu þró
í eldisstöðinni og fengu því sambærilegt
atlæti í eldinu. Hiti eldisvatns var yfir-
leitt hækkaður í mars til að flýta göngu-
búningsmyndun og auka stærð seiðanna
fyrir sleppingu. Þessir tilraunahópar
voru því fremur smáir og nálega öll seiðin
voru merkt. Arið 1975 var sú stefna tekin
að merkja fleiri hópa eins árs seiða til að
kanna heimtur seiða með mismunandi
eldisforsögu. Þá var hætt að setja hita
á seiðin að vorinu vegna þess, að álitið
var hagkvæmara að nota takmarkaða
hitaorku stöðvarinnar á minni seiði.
Einnig hafði borið við, að seiði væru erfíð
í meðhöndlun vegna hreistursloss við
merkingu. Alitið var, að orsökin væri
að nokkru of hár hiti eldvatnsins. Af-
leiðing þessa var óhjákvæmilega lækkun
á meðalþyngd merktra eins árs seiða, enda
var endurheimta smárra seiða orðin
mun eftirsóknarverðara rannsóknar-
verkefni.
Forsendur fyrir því að kanna endur-
heimtu smærri seiða verða fyrst fyrir
hendi með tilkomu örmerkingatækni í
eldisstöðinni árið 1974. Arin þar á eftir
var sívaxandi áhersla lögð á merkingu
slíkra seiða, sem því miður reyndist full-
djarft, miðað við sleppiaðstöðu í stöðinni
í sleppingunni 1977, en þá var meðalstærð
merktu seiðanna undir 20 grömmum.
Greinilegt var, þegar þessum seiðum var
sleppt vorið 1977, að þau hefðu þurft
sérstaka sleppitjörn, og var einsýnt af
ásigkomulagi seiðanna, að lítill árangur
yrði árið eftir, sem og kom í ljós.
Meðalstærð eins árs seiða, sem sleppt
var 1978, var um 25 grömm. Þessum
seiðum var sleppt úr sérstakri sleppi-
tjörn úr varanlegu efni, sem byggð var
skammt frá sjó. Þessi tjörn gaf mjög góða
raun og meðalheimtur merktra seiða
voru á bilinu 5 til 17% með meðal-
tal um 8%, sem eru eðlilegar heimtur.
Álykta má af niðurstöðum 1975 og 1978
(mynd 1), að rétt hafí verið að fara inn á
þá braut að kanna heimtur 20-25 gramma
eldisseiða. Líklegt er, að slík seiði verði
undirstaða frekari þróunar hafbeitar í
framtíðinni.
I sambandi við stærð gönguseiða er
rétt að minnast á meðalstærð seiða,
sem framleidd voru í fóðurtilraunum
með íslenskt og útlent fískfóður. Meðal-
þyngd þessara samanburðarhópa er sýnd
ofan á súlum á mynd 1. Hér er um að ræða
tvo samanburðarhópa tveggja ára seiða
18
VEIÐIMAÐURINN