Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 21
Mynd 3. Próscntuheimtur í bcsta hóp merktra scióa horin saman vió heimt kg af laxi á kg af slepptum seidum fyrir sömu hópa.
Reiknaft er meö. aö 20—10 gramma seiöi skili sér sem 2.3 kg lax. en 35—50 gramma seiöi sem 2.6 kg lax.
árið 1976 og sex samanburðarhópa eins
árs seiða árið 1978. Seiðin voru öll jafn-
stór í byrjun tilraunar. Tilraunirnar
hafa allar sýnt verulega yfírburði íslenska
fóðursins, hvað vöxt snertir. Heimtur
virðast aftur á móti ekki vera betri heldur
en sem svarar þyngdaraukningu, og sá
munur kemur aðeins fram í samanburði
tveggja hópa af átta. Því er ekki að neita,
að mikill fengur væri í því, ef hægt væri að
framleiða á hagkvæman hátt fóður, sem
stuðlar að slíkum vaxtarhraða. Með því
mætti fá upp mun stærri hálfsársseiði
(0+) á hinum takmarkaða eldistíma.
Sé vikið lítillega að tveggja ára seiðum,
sést glöggt, að meðalstærð þeirra hefur
minnkað hin síðari ár. Astæður þess má
rekja fyrst og fremst til þess, að ekki er
lengur lögð áherzla á að framleiða slík
seiði í Laxeldisstöðinni, og í þessum hópi
lenda seiði sem ekki ná göngustærð á einu
ári. Oft vill brenna við, að kyrkingur sé
kominn í vöxt þessara seiða og þau ná
því sjaldan mikilli stærð.
4. Fiskmerki.
Merki sett á seiði hafa veruleg áhrif á
heimtur. Afyrstu árum Kollafjarðarstöðv-
arinnar voru nær eingöngu notuð Carlin-
merki. Það eru útvortis merki, fest með
stálvír undir bakugga laxaseiðanna, og
gáfu í mörgum tilfellum góða raun, þegar
seiðin voru um og yfír 40 grömm. Er aug-
ljóst, að þýðingarlaust var að merkja seiði
undir 30 grömmum með þessari aðferð.
Carlin-merkin voru notuð svo til ein-
göngu frá 1966 til 1972. Vorið 1973 var
gerð tilraun til merkinga með plast-
merkjum, sem eru afbrigði af Carlin-
merkjum, fest með polyethyleneþræði.
Merki þessi reyndust prýðilega þetta ár
og virtust fara betur með minni fisk heldur
en Carlin-merkin. Arið 1974 hófustmerk-
ingar með örmerkjum, örsmáum málm-
flísum, sem skotið er inn í snjáldur seið-
anna. Þessi merkingaraðferð er mjög
fljótleg og opnuðust því möguleikar til að
kanna mun fleiri þætti í sambandi við
sleppingu gönguseiða heldur en áður var
VEIÐIMAÐURINN
19