Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 22

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 22
Sleppitjöm v ið sjóinn t Laxeldisstöðinni í Kollafirði, en t slíkri tjörn voru gönguseiði að- löguð að seltu með sjódœlingu vorið 1979. Áfram- haldandi tilraunir verða gerðar með sltkar slepp- ingar. (Ljósm. Einar Hannesson). kleift. Merkin henta einstaklega vel, þar sem þau hafa hverfandi lítil áhrif á seiðin og heimtur eru því eins nálægt heimtum ómerktra seiða og hægt er að komast. Þó áhrif merkja á seiðin séu í lágmarki, er meðhöndlun sambærileg við annars konar merkingar, og hún hefur ætíð veru- leg áhrif á seiðin, einkum þegar líður á vorið. Æskilegasti merkingatíminn væri sennilega laust eftir áramót, meðan seiðin eru enn ekki farin að silfrast að ráði. Vegna plássleysis í eldisstöðinni hefur ekki verið mögulegt að fara inn á þá braut. Með umbótum í því efni má reikna með, að áhrif merkinga á laxaseiðin verði tiltölu- lega lítilvæg miðað við ýmsa aðra þætti. 5. Heilsufar almennt. Það fer ekki fram hjá neinum, sem lax- eldi stundar, að ýmsir kvillar, bæði stórir og smáir, hrjá laxaseiði. Þeir algengustu eru uggaskemmdir, aðallega á eyruggum og bakugga, skemmd tálknbörð og augn- skemmdir vegna loftyfirmettunar, svo nokkur dæmi séu nefnd. Ástandið í þess- um efnum er oft mjög mismunandi milli hópa innan sömu stöðvar, og þarf ekki að efa, að þessir þættir hafa áhrif á heimtur, þótt ekki hafi verið mögulegt að kanna áhrif þeirra náið. Á hinn bóginn verður að telja eðlilegra að reyna að koma í veg fyrir þessa kvilla með auknu hreinlæti og minni þrengslum í eldisstöðvunum, en mikið hefur borið á, að boginn væri spenntur til hins ýtrasta í framleiðslu á hverja eldiseiningu. Þar sem bein áhrif þessa þáttar á heimtur, eru nánast óþekkt, verður lítið rætt um þau mál í þessari greinargerð. 6. Sleppitími og sleppiaðferðir. Að öllu jöfnu hefur seiðum í Laxeldis- stöðinni í Kollafirði verið sleppt í lok maí eða byrjun júní. Framtil 1975 varlítiðgert til að kanna, hvort aðrir sleppitímar hent- uðu jafn vel eða betur. Seiðum var yfír- 20 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.