Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 22
Sleppitjöm v ið sjóinn t Laxeldisstöðinni í
Kollafirði, en t slíkri tjörn voru gönguseiði að-
löguð að seltu með sjódœlingu vorið 1979. Áfram-
haldandi tilraunir verða gerðar með sltkar slepp-
ingar. (Ljósm. Einar Hannesson).
kleift. Merkin henta einstaklega vel, þar
sem þau hafa hverfandi lítil áhrif á seiðin
og heimtur eru því eins nálægt heimtum
ómerktra seiða og hægt er að komast.
Þó áhrif merkja á seiðin séu í lágmarki,
er meðhöndlun sambærileg við annars
konar merkingar, og hún hefur ætíð veru-
leg áhrif á seiðin, einkum þegar líður á
vorið. Æskilegasti merkingatíminn væri
sennilega laust eftir áramót, meðan seiðin
eru enn ekki farin að silfrast að ráði.
Vegna plássleysis í eldisstöðinni hefur ekki
verið mögulegt að fara inn á þá braut. Með
umbótum í því efni má reikna með, að
áhrif merkinga á laxaseiðin verði tiltölu-
lega lítilvæg miðað við ýmsa aðra þætti.
5. Heilsufar almennt.
Það fer ekki fram hjá neinum, sem lax-
eldi stundar, að ýmsir kvillar, bæði stórir
og smáir, hrjá laxaseiði. Þeir algengustu
eru uggaskemmdir, aðallega á eyruggum
og bakugga, skemmd tálknbörð og augn-
skemmdir vegna loftyfirmettunar, svo
nokkur dæmi séu nefnd. Ástandið í þess-
um efnum er oft mjög mismunandi milli
hópa innan sömu stöðvar, og þarf ekki að
efa, að þessir þættir hafa áhrif á heimtur,
þótt ekki hafi verið mögulegt að kanna
áhrif þeirra náið. Á hinn bóginn verður
að telja eðlilegra að reyna að koma í veg
fyrir þessa kvilla með auknu hreinlæti og
minni þrengslum í eldisstöðvunum, en
mikið hefur borið á, að boginn væri
spenntur til hins ýtrasta í framleiðslu
á hverja eldiseiningu. Þar sem bein áhrif
þessa þáttar á heimtur, eru nánast óþekkt,
verður lítið rætt um þau mál í þessari
greinargerð.
6. Sleppitími og sleppiaðferðir.
Að öllu jöfnu hefur seiðum í Laxeldis-
stöðinni í Kollafirði verið sleppt í lok maí
eða byrjun júní. Framtil 1975 varlítiðgert
til að kanna, hvort aðrir sleppitímar hent-
uðu jafn vel eða betur. Seiðum var yfír-
20
VEIÐIMAÐURINN