Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Qupperneq 28
Magnús Olafsson
Frá aðalfundi SVFR1979
Aðalfundur SVFR, hinn 40. í röðinni,
var haldinn að Hótel Loftleiðum sunnu-
daginn 9. desember 1979. Fundinn sóttu
um 120 félagsmenn. Fundarstjóri var Jón
G. Baldvinsson. í skýrslu formanns um
starfsemi SVFR á sl. ári kom m.a. eftir-
farandi fram:
Stjórnarfundir voru 49 og auk þess var
einn fundur með fulltrúaráði SVFR.
Starfslið á skrifstofu félagsins var
óbreytt frá fyrra ári, Friðrik D. Stefáns-
son framkvæmdastjóri og Hanna Marta
Vigfúsdóttir. Flutti formaður þeim þakkir
fyrir góð störf.
Fastanefndir voru þessar: Elliðaár-
nefnd, form. Garðar Þórhallsson, Leir-
vogsárnefnd, form. Olafur Karlsson,
Grímsárnefnd, form. Sigurður Þorgríms-
son, Norðurámefnd, form. Jóhann
Þorsteinsson, Lagarfljóts- og Breið-
dalsársnefnd, form. Hrafn Jóhannsson,
Stóru-Laxárnefnd I - II, form. Eyþór
Sigmundsson, Stóru-Laxámefnd III-IV,
form. Guðni Þ. Guðmundsson, Tungu-
fljótsnefnd, form. Guðbjörn Guðmunds-
son, Sogsnefnd, form. Birgir J. Jóhanns-
son, Klak- og fiskiræktarnefnd, form.
Runólfur E. Heydal, Kast- og kennslu-
nefnd, form. Ástvaldur Jónsson, Bikar-
nefnd, form. Guðmundur J. Kristjáns-
son, Hús- og skemmtinefnd, form.
Sverrir Þorsteinsson. Var formönnum
og nefndamönnum öllum fluttar þakkir
fyrir störf þeirra í þágu félagsins.
í byrjun starfsárs voru félagsmenn
1244. Á árinu gengu 256 í félagið, 10
Magnús Ólafsson
félagar létust, 5 sögðu sig úr félaginu og
16 voru felldir af skrá vegna vangoldinna
árgjalda. Félagsmenn eru nú 1469, þar af
158 undanþegnir árgjaldi vegna aldurs.
Rekstur SVFR gekk vel á árinu. Hagn-
aður eftir fymingar nam kr. 2.821.939.
Hrein eign jókst um kr. 21.744.546.
Niðurstöðutölur tekju- og gjaldareiknings
voru kr. 193.550.546.
SVFR varð 40 ára þann 17. maí 1979.
Nánar er sagt frá afmælinu í 101. tbl.
Veiðimannsins.
Árshátíð félagsins var haldin laugar-
daginn 3. febrúar 1979 í Átthagasal
Hótel Sögu. Ræðumaður kvöldsins var
Víglundur Möller, veizlustjóri Svavar
Gests.
„Opið hús“ var 5 sinnum í félags-
heimili SVFR.
Happdrætti SVFR var með sama sniði
og árin á undan.
Eitt tölublað kom út af Veiðimanninum
á starfsárinu. Ritstjóri er Víglundur
Möller.
26
VEIÐIMAÐURINN