Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 28

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 28
Magnús Olafsson Frá aðalfundi SVFR1979 Aðalfundur SVFR, hinn 40. í röðinni, var haldinn að Hótel Loftleiðum sunnu- daginn 9. desember 1979. Fundinn sóttu um 120 félagsmenn. Fundarstjóri var Jón G. Baldvinsson. í skýrslu formanns um starfsemi SVFR á sl. ári kom m.a. eftir- farandi fram: Stjórnarfundir voru 49 og auk þess var einn fundur með fulltrúaráði SVFR. Starfslið á skrifstofu félagsins var óbreytt frá fyrra ári, Friðrik D. Stefáns- son framkvæmdastjóri og Hanna Marta Vigfúsdóttir. Flutti formaður þeim þakkir fyrir góð störf. Fastanefndir voru þessar: Elliðaár- nefnd, form. Garðar Þórhallsson, Leir- vogsárnefnd, form. Olafur Karlsson, Grímsárnefnd, form. Sigurður Þorgríms- son, Norðurámefnd, form. Jóhann Þorsteinsson, Lagarfljóts- og Breið- dalsársnefnd, form. Hrafn Jóhannsson, Stóru-Laxárnefnd I - II, form. Eyþór Sigmundsson, Stóru-Laxámefnd III-IV, form. Guðni Þ. Guðmundsson, Tungu- fljótsnefnd, form. Guðbjörn Guðmunds- son, Sogsnefnd, form. Birgir J. Jóhanns- son, Klak- og fiskiræktarnefnd, form. Runólfur E. Heydal, Kast- og kennslu- nefnd, form. Ástvaldur Jónsson, Bikar- nefnd, form. Guðmundur J. Kristjáns- son, Hús- og skemmtinefnd, form. Sverrir Þorsteinsson. Var formönnum og nefndamönnum öllum fluttar þakkir fyrir störf þeirra í þágu félagsins. í byrjun starfsárs voru félagsmenn 1244. Á árinu gengu 256 í félagið, 10 Magnús Ólafsson félagar létust, 5 sögðu sig úr félaginu og 16 voru felldir af skrá vegna vangoldinna árgjalda. Félagsmenn eru nú 1469, þar af 158 undanþegnir árgjaldi vegna aldurs. Rekstur SVFR gekk vel á árinu. Hagn- aður eftir fymingar nam kr. 2.821.939. Hrein eign jókst um kr. 21.744.546. Niðurstöðutölur tekju- og gjaldareiknings voru kr. 193.550.546. SVFR varð 40 ára þann 17. maí 1979. Nánar er sagt frá afmælinu í 101. tbl. Veiðimannsins. Árshátíð félagsins var haldin laugar- daginn 3. febrúar 1979 í Átthagasal Hótel Sögu. Ræðumaður kvöldsins var Víglundur Möller, veizlustjóri Svavar Gests. „Opið hús“ var 5 sinnum í félags- heimili SVFR. Happdrætti SVFR var með sama sniði og árin á undan. Eitt tölublað kom út af Veiðimanninum á starfsárinu. Ritstjóri er Víglundur Möller. 26 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.