Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 30

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Page 30
Stjórn SVFR1979-1980 og starfslið á skrifstofu. Frentri röðfrá vinstri: FriðrikD. Stefánsson framkvcemda- stjóriy Hanna Marta Vigfúsdóttir skrifstofumaður, Karl Omar Jónsson formaður, Karl Guðmundsson ritari. Aftari röð frá vinstri: Sverrir Þorsteinsson, Jón G. Baldvinsson, Þórður Jasonarson gjaldkeri, Olafur G. Karlsson varaform., Halldór Þórðarson, Guðmundur Guðmundsson. október. Það var skoðun fulltrúa VFR, að verð veiðileyfa í Elliðaám væri óeðlilega lágt miðað við sambærilegar ár, og að áin ætti að skila eiganda hagnaði, er renna skyldi til uppihalds VFR. Varð niður- staða sú, að verð veiðileyfa hækkar nú úr kr. 12.900 fyrir hálfan dag í kr. 22.500 (74% hækkun). Einnig kom fram krafa um, að VFR sæi sjálft um seiðin, sem sleppa á í ána, til þess að afla VFR enn frekari tekna. Fulltrúar SVFR töldu þetta ekki raunhæfa leið, og lauk þeim ágreiningi á þann veg, að SVFR bauðst til að leggja til seiðin endurgjaldslaust. Var það boð þegið, og virtist nú samkomulag hafa tekizt. En á fundi VFR nokkrum dögum síðar komu fram nýjar kröfur á SVFR, sem gengu efnislega út á það, að þóknun til SVFR vegna umsjónar og sölukostnaðar yrði lækkuð um V2 milljón króna frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í lok samningaviðræðna, og að VFR tæki að sér að sjá um hreinsun Elliðaánna og næsta umhverfis „öllum að kostnaðar- lausu“, en með því móti gæti 1 milljón króna, sem í samningaviðræðunum hafði verið ætluð SVFR til að sinna þessu verkefni, gengið til VFR. Hafði málið nú verið flækt svo, að í tvígang treysti borgarráð sér ekki til að afgreiða það, en vísaði því að lokum til borgarstjórnar. Þar var málið tekið fyrir á fundi 6. des- ember, en frestað. A borgarstjórnarfundi 20. desember var samningurinn við SVFR loks samþykktur óbreyttur frá því, sem samninganefndirnar höfðu gengið frá 28 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.