Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 39
Mjög mikið af laxi kemur oft upp í einu,
og komið hefur fyrir, að stangveiðimenn
hafi séð vel þessar göngur, eftir að þeir
höfðu rengt frásagnir mínar, sem ef til vill
var ekki nema von. Minna ber á laxinum í
svona vatnakerfi en víða annars staðar. Og
tölur um veidda laxa eru alls ekki í sam-
ræmi við laxamagnið, og er það nokkuð
auðskilið. Mörgum þykir ekki veiðilegt
í vötnum og hafa jafnvel fordóma þar um.
Hér er ekki veiðihús, og sumir veiðimenn
gefa lítt upp veiði sína.
Laxveiðin á stöng hefur verið um 100
laxar að jafnaði árin 1972-1974, um 200
laxar árin 1975-1977, en síðustu árin hafa
veiðzt um og yfir 300 laxar. Aukning veið-
innar er ekki vegna aukinnar laxgengdar,
heldur hafa seinustu ár komið fleiri veiði-
menn til að veiða í vatnasvæðinu, og oft
verið uppselt vikum saman. Veiðistaðirnir
hafa líka fundizt smám saman, en þeir eru
furðu nákvæmlega staðsettir, og ekki mjög
margir.
Ég vil halda því fram, að veiðimenn úr
þorpunum hér á Snæfellsnesi eigi að miklu
leyti heiðurinn af því að finna beztu veiði-
staðina í vötnunum. Hér vestra eru margir
fengsælir og ágætir stangveiðimenn. Það
vill nú brenna við, að reykvíkingar koma og
renna allan daginn í hópinu og ánni, og fá
ekki neitt. Þetta eru ef til vill margreyndir
veiðimenn, fullir sjálfstrausts og þurfa ekki
að spyrja sveitamanninn. En hópið er að
nokkru leyti gegnumhleypisvatn, og getur
verið laxlaust hvenær sem er.
Hér verða ekki nefnd nöfn þeirra
mörgu, er hafa greitt götu okkar, sem
höfum viljað gera þessa á að því góða veiði-
og útivistarsvæði, sem hún vissulega er.
Ekki verða heldur taldir upp þeir ágætu
veiðimenn, sem hafa veitt hér mikið og vel
og gerst ágætir vinir okkar heimamanna.
En ágætan stuðning og vinsemd Veiði-
málastofnunarinnar má gjaman nefna.
Gaman væri að reyna að hugsa sér,
hvernig veiðiá þessi hafi verið áður en
menn gengu þar fyrst fram á bakka.
Skammt frá ánni var bústaður Langholts-
Þóru, er reisti skála um þjóðbraut þvera og
veitti vegfarendum af frægri gestrisni. Ef
til vill hefur auðveiddur og ljúffengur sjó-
birtingur úr Vatnsholtsá verið þar á
borðum
Forsíðumyndin
Myndin sýnir veiðimenn t Soginu. Sá, er ncer
stendur, veiðir á Tóftinni fyrir landi Bíldsfells,
en hinn á Breiðunni, út af Frúarsteini, fyrir landi
Asgarðs. Ljósmyndarinn okkar, Rafn Hafnfjörð er
nýbúinn að setja í hann þarna, en kona hans smellti
af í þetta skipti.
VEIÐIMAÐURINN
37