Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 42
Sigmundur Jóhannsson
F. 5.11.1896 - D. 30.12.1979.
Minningarorð
Frá því að síðasta tölublað Veiðimannsins
kom út hefur enn fækkað um einn þeirra
stofnenda Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
sem eftir voru á félagaskránni. Sigmundur
Jóhannsson lést 30. desember sl. Hann
hafði átt við erfiðan sjúkleika að stríða
síðari árin, en bar það mótlæti með þeirri
karlmennsku og rósemi, sem hann var
gæddur í ríkum mæli.
Sigmundur var áhugasamur félags-
maður og fór fljótlega að taka virkan þátt
í félagsstarfi SVFR eftir stofnun þess. í
nóvember 1944 var hann kjörinn for-
maður, en gegndi því starfi stutt sökum
þess, að hann fór fljótlega á eftir af landi
burt og kom ekki heim aftur fyrr en 1946.
Það ár varð hann varaformaður og skipaði
það sæti í stjórninni til aðalfundar 1949.
Þegar fulltrúaráð félagsins var stofnað var
hann, samkvæmt reglum ráðsins, sjálf-
kjörinn í það sem fyrrverandi formaður
SVFR og átti þar sæti til aðalfundar 1979.
Hann lét sér alla tíð mjög annt um hag
félagsins, kvaddi sér oft hljóðs á fundum,
var tillögugóður og flutti alltaf mál sitt með
hógværð og prúðmennsku.
Þeim sem veiddu með Sigmundi, ber
saman um að hann hafi verið einkar
tillitssamur og góður veiðifélagi. Hann
veiddi því nær eingöngu á flugu.
I viðtali sem birt var í 48. tölublaði
Veiðimannsins, sagði hann m.a. „Jú, ég
hef stundum með mér maðk, en ég nota
Sigmundur
Jóhannsson
hann lítið og aldrei fyrr en ég tel það full-
reynt, að fiskurinn taki ekki fluguna. Og
það vil ég segja að lokum, að menn ættu að
byrja strax með fluguna. Ymsum byrjend-
um hættir til að vantreysta sér þar um of.
Eg veit það af eigin reynslu, að ég hafði
ósköp litla trú á því, að mér myndi takast
að setja í lax og halda honum á fluguna,
þegar ég fór að reyna hana fyrst. En þetta
er ekki eins erfitt og margur heldur, og
menn njóta ekki til fulls ánægjunnar af
stangveiðinni fyrr en þeir eru farnir að
veiða á flugu með léttum tækjum. Og einu
vil ég bæta við: Menn þurfa að eignast góð
tæki strax og læra réttu handtökin. Með
því halda þeir mörgum laxinum, sem þeir
annars mundu missa, og spara sér marga
fluguna, en þær eru nú farnar að kosta svo
mikið, að það er dýrt að fleygja þeim af sér
mörgum á dag.“
Síðustu árin gat Sigmundur lítið staðið
40
VEIÐIMAÐURINN