Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 43

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 43
Pétur Guðmundsson Veiðiþjófnaður Þýtt og endursagt (framhald) England og Wales. Fyrr á öldum var veiðiþjófnaður talinn nokkurs konar sport meðal almennings á Englandi og í Wales. Víðfrægir rithöfund- ar, eins og t.d. Sir Walter Scott, brugðu rómantískum ljóma á verknaðinn. Rit- höfundurinn William Scrope heldur t.a.m. uppi vörnum fyrir veiðiþjófa í einni bóka sinna. Þar líkir hann laxinum við lostætan farfugl, sem annað hvort sé að veiða á þeim stutta tíma, sem hann hefur viðdvöl, eða missa af honum fyrir fullt og allt. Auk ýmis konar tækja, sem notuð voru til að kála laxi á þessum slóðum, tóku þjófarnir efna- fræðina í þjónustu sína og notuð eitur- blöndur af ýmsu tagi við drápið. Að öllum líkindum var þó margarma krókstjaki uppáhalds veiðitæki „sportmannanna“. að veiðum, en hann hafði yndi af að skreppa með góðum félaga að veiðiá, fylgjast með og kasta stund og stund þar sem aðstaða var honum ekki um megn. Góður drengur er genginn. Vinir hans og kunningjar minnast hans með þakklæti fyrir samveruna og óska honum velfarn- aðar á nýjum leiðum. Veiðimaðurinn flytur Fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur frá stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og öðrum, sem samleið áttu með honum þar. Víglundur Möller Hann var gerður úr allt að fimm málm- krókum, settum agnhöldum. Þessum búnaði var svo fest á um það bil 5 m. langa tréstöng. Þegar veitt var úr bátskænu, var stöngin jafnframt notuð til að stjaka henni. A kænunum voru yfirleitt þrír í áhöfn, einn sat í stafni, annar á miðþóftu og hinn þriðji í skut. Sá á miðþóftunni var vopnaður krókstjakanum, en hinir stjórnuðu bátnum og gættu olíulampans, en veiðarnar voru aðallega stundaðar á nóttunni. I stórám var oft heill floti smábáta að veiðum í sama hylnum, og þeim mun fleiri, sem staðurinn var fengsælli. Frásagnir herma, að það hafi verið skelfileg sjón að sjá atganginn á ánni í flöktandi birtunni af ljóstýrum bátanna, sem minntu einna helst á risavaxin maur- ildi í næturhúminu. Tækist laxi að slíta sig af krókstjaka, runnu ránfiskar óðara á blóð- lyktina og réðu niðurlögum fórnardýrsins þegar í stað. Ætíð voru margir áhorfendur á fljótsbakkanum til að fylgjast með slátruninni úti á blóði litaðri ánni. Flestir höfðu meðferðis ílát og handvagna undir aflann. Erfiðast var að uppræta vel skipulagða hópa veiðiþjófa. Það tókst ekki fyrr en fjármagn fékkst til að fjölga veiðivörðum til muna. Osjaldan mun það hafa komið fyrir að mannsbani varð þegar fylkingum ráns- manna og veiðivarða laust saman. Arið 1883 var haldin í London sýning, VEIÐIMAÐURINN 41

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.