Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Blaðsíða 44
sem fjallaði um fiskveiðar. í einum sýn-
ingarbáfnum gat að líta ólögleg veiðar-
færi, og kenndi þar margra grasa. Má þar
nefna 240 krókstjaka og skutla, sem höfðu
verið teknir af veiðiþjófum á bökkum ánna
Welsh Usk og Ebbw. Ennfremur mátti sjá
úrval stungugaffla, sigða og krókhrífa. Ein
slík hafði verið tekin af þjófum við ána
Derwent. Við hana voru fest bönd og
hún síðan dregin af tveimur mönnum eftir
ánni. Við krókahrífuna var fest ostra til að
laða að físk. Þarna voru líka ýmsar gerðir af
ljóskerjum, allt frá einföldum hænsna-
lugtum til prímusljósa af nýjustu gerð, en
sú nýjung auðveldaði veiðiþjófnað að
næturþeli til muna. Þannig tóku veiði-
þjófarnir nýjustu tækni og vísindi í
þjónustu sína, engu síður en aðrir.
Skotland.
Að öllum líkindum var veiðiþjófnaður
hvergi jafn algengur á Bretlandseyjum og
í Skotlandi. Þar þótti það álíka góð
skemmtun og afþreying að stelast í lax-
veiðiá og að veiða skógardýr í heimildar-
leysi. Allar stéttir tóku þátt í þessu sporti,
háir sem lágir, bændur og búalið, borgarar
og burgeisar. Þess hefur áður verið getið,
að Sir Walter Scott, sá frægi rithöfundur,
skrifaði af miklu umburðarlyndi um veiði-
þjófnað. í bók hans, GUY MANNER-
ING, segir frá því þegar aðalpersónan fer
með gesti sína niður að laxveiðiá mikilli að
nóttu til um hávetur. Gestgjafinn og allt
hans fólk var hlýlega búið loðfeldum, því
úti var napurt. Ekki skorti slektið brjóst-
birtuna, meðferðis var hið nafntogaða
Edinborgaröl í kassavís. „....Þegar við
komum niður að ánni, voru þar fyrir
nokkrir menn á bátsskel. Þeir höfðu lagst
við stjóra þar sem áin rennur í djúpum hyl.
Litlu ofar, þar sem áin grynnist, var saman
kominn múgur og margmenni. Mann-
söfnuðurinn var á harðahlaupum upp og
niður árbakkann, veifandi logandi
kyndlum og spjótum. Menn voru greini-
lega í miklum veiðihug. Dauðskelkaðir
laxar reyndu að komast undan spjóta-
lögunum allt hvað þeir gátu, sumir með því
að skjótast með leifturhraða upp ána, aðrir
leituðu skjóls bak við steina eða undir
kræklóttum trjárótum, sem áin hafði hrifs-
að til sín og stóðu á grunni. Þessi sýn var
óhugnanlega forneskjuleg og minnti einna
helst á einhvers konar fírrta trúarathöfn
frummanna, hrópin og köllin á bakkanum,
snöggar hreyfingar bátsverja sem reiddu
ljóstur sín til höggs og sveifluðu þeim
síðan eldsnöggt niður á við. Skvamp.
Svo réttu þeir úr bökum sínum á ný og
kipptu sprikklandi laxinum inn fyrir
borðstokkinn. Þarna djöfluðust þeir í
fölrauðum bjarmanum af flöktandi
kyndlunum, sem brá undarlegri birtu á
heggbarin andlitin. Óneitanlega var eins
konar vítisblær yfír því sem fyrir augun
bar. Endrum og eins ruddust ísspangir
niður ána, en bátsverjum tókst að verjast
áföllum. Þeir kunnu sannarlega vel til
verka og viku til hliðar af mikilli fími.
Laxinn skaust á trylltu sundi fram og til
baka, spjótin klufu loft og vatn, og ekki leið
á löngu þar til að því kom að báturinn var
fullhlaðinn. Það blikaði á laxinn þar sem
hann braust um alblóðugur í dauðateygj-
unum. Það var róið í land. Upp úr bátnum
komu um eitthundrað laxar. Næst var
aflanum skipt. Vænustu laxarnir komu í
hlut stórbænda. Afgangnum var deilt milli
vinnumanna, sveitarómaga og annarra
minni spámanna, sem höfðu verið við-
staddir slátrunina. Þegar heim var komið
var gert að aflanum. Pottur var settur á
hlóðir og soðinn lax. Það sem ekki fór
í pottinn var flakað, saltað og hengt upp í
rjáfur þar sem tað - eða móreykur lék um
42
VEIÐIMAÐURINN