Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 49

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 49
Veiðimaðurinn hóf göngu sína árið 1940. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjóns- sonar hóf útgáfu blaðsins, og komu fímm tölublöð út á hennar vegum. Arið 1947 eignaðist SVFR útgáfuréttinn og hefur gefíð út blaðið síðan. Víglundur tók við ritstjórn árið 1950, frá og með 14. tbl., og hefur stýrt blaðinu alla tíð síðan, ef undan eru skilin árin 1969-1971, eða 85.-88. tbl. Hann hefur því verið ritstjóri Veiðimanns- ins í 28 ár, og tölublaðið, sem nú sér dags- ins ljós, hið 86., sem hann hefur átt veg og vanda að. Þetta segir þó ekki nema hálfa söguna, því að auk þess að stjórna blaðinu hefur Víglundur sjálfur skrifað í það meira en nokkur annar. Um gæði þeirra skrifa er óþarfí að fjölyrða, því að Víglundur er þjóðkunnur stílsnillingur. Hugur lesenda kom og skýrt í ljós, þegar hann lét af rit- stjórn í árslok 1968. Þá linnti ekki óánægjuröddum, unz Víglundur féllst á í ársbyrjun 1972, fyrir þrábeiðni stjórnar SVFR, að taka upp þráðinn á ný. Það er stundum svo til orða tekið um þá, sem skara fram úr á einhverju sviði í okkar fámenna þjóðfélagi, að væru þeir synir fjölmennrar þjóðar myndu þeir hafa öðlazt heimsfrægð. Tveir eru þeir landar vorir, sem ég tel þetta eiga við um á sviði bókmennta um stangveiði, en þær hafa fyrir löngu skipað sér virðulegan sess, einkum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hér á ég við þá Björn J. Blöndal og Víglund Möller, sem báðir stýra penna sínum af sérstakri snilld. Auk þess að gera Veiðimanninn að því ágæta blaði, sem hann er, hefur Víglundur tekið virkan þátt í félagsmálum SVFR, setið í stjórn félagsins og nú í fulltrúa- ráði, verið ræðumaður félagsins við ýmis hátíðleg tækifæri, og fleira mætti upp telja. Fyrir þessi störf hefur Víglundur verið sæmdur heiðursmerki SVFR. Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra félagsmanna SVFR og annarra lesenda Veiðimannsins, er ég flyt Víglundi Möller kærar kveðjur í tilefni þessara tímamóta í ævi hans, þakkir fyrir stjórn hans á Veiðimanninum og greinar hans og óskir um, að hann megi enn um sinn leiða blaðið og prýða það með skrifum sínum. Magnús Olafsson Aths. Ég verð að játa að ég fer hjá mér við að birta þetta hrós um sjálfan mig í blaði, sem ég stjórna. Hins vegar kom ekki til mála að neita fyrrverandi formanni SVFR um rúm fyrir það í blaðinu. Auk þess veit ég að allt sem hann skrifar þarna er af heilum hug sagt, enda þótt að mínu mati sé þar um oflof að ræða. Eigi að síður þakka ég honum þann hug, sem greinin ber vott um, og alla vinsemd hans í minn garð VEIÐIMAÐURINN 47

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.