Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 51

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 51
þinghald og kann stjórn L.S. þeim beztu þakkir fyrir. Fyrrverandi formaður Karl Ómar Jóns- son gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru honum þökkuð frábær störf í þágu L.S. undanfarin ár. Núverandi stjórn skipa: Formaður Friðrik Sigfússon, Keflavík, varaform. Birgir Jóh. Jóhannsson, Reykjavík, ritari Rósar Eggertsson, Reykjavík, gjaldkeri Sigurður I Sigurðsson, Hafnarfírði, meðstjórnandi Benedikt Jónmundsson, Akranesi, varamenn Gylfí Pálsson, Mos- fellssveit, Karl Ómar Jónsson, Reykjavík og Matthías Einarsson, Akureyri. Ný veiðisvæði SVFR Á öðrum stað hér í blaðinu er greint frá nýjum veiðisvæðum SVFR í Soginu, sem félagið verður með fyrsta sinni nú í sumar en þau eru fyrir landi jarðanna Bíldsfells og Syðri-Brúar. Áður hafði félagið tekið á leigu veiðiréttinn fyrir landi Ásgarðs, og er þannig með Sogið frá báðum bökkum, frá virkjunum niður að Álftavatni. Nýverið hefur SVFR enn bætt við sig veiðisvæðum. Tekið hefur verið á leigu allt veiðisvæði Lýsu í Staðarsveit, en þar er veitt á 10 stengur. Um þetta svæði vísast til greinar Símonar Sigurmonssonar í Görð- um hér í blaðinu. Þá hefur SVFR tekið á leigu veiðirétt Stóra-Ármóts í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, þ.e. veiðina af austurbakka Hvítár neðst og Ölfusár efst, frá Langholti að Laugardælum. Veitt verður á 3 stengur. Þarna hefur fram til þessa verið stunduð netaveiði, og er það vissulega ánægjuefni, að samningur sá, sem SVFR hefur nú gert um þetta svæði, verður til þess að fækka netalögnum á vatnasvæði Hvítár-Ölfusár. SVFR hefur fest kaup á vönduðu hjólhýsi, sem komið hefur verið fyrir við veiði- svæðið til afnota fyrir veiðimenn, og sýnir myndin nokkra félagsmenn njörva hjól- hýsið niður fyrir austan. (Ljósm. Friðrik D. Stefánsson). VEIÐIMAÐURINN 49

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.