Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 56

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Síða 56
Úr Svínadal. Glammastaðavatn og fjcer sést til Geitabergsvatns. Bcerinn Þórisstaðir sést á miðri mynd. (Ljósm. E.H.) og þar eru 35 bújarðir. Þó má greina þar stefnu í átt til jöfnunar á arði. Vissulega hafa verðmæti laxveiðinnar á svæðinu aukist mikið, sérstaklega síðustu 10 til 15 árin. Til fróðleiks má geta þess, að veiðitekjur félagsins námu 1979 um 30 milljónum króna. Auk þess leigja bændur, sem eiga vötnin í Svínadal, veiðina í þeim til stangveiði. Stórn veiðifélagsins. Fyrsti formaður veiðifélagsins við Laxá var Sigurður Sigurðsson, hreppstjóri í Stóra-Lambhaga, og var hann formaður allt til ársins 1953, en þá tók við for- mennsku í félaginu Júlíus Bjarnason, bóndi, Leirá, og gegndi hann því starfi til 1958. Það ár var kjörinn formaður Sigurður Sigurðsson, hreppstjóri, Stóra- Lambhaga, sonur fyrsta formanns félags- ins, og er hann því búinn að vera formaður félagsins í 21 ár. Aðrir í stjórn eru Jón Bjarnason, Hlíð, Jón Eggertsson, Eyri, Kristinn Júlíusson, Leirá og Þórður Jóhannsson, Bakka. Veiðimannahús, hjá Laxfossi í Leirársveit. (Ljósm. E.H.). 54 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.