Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 6
6
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Að vera fiskveiðiþjóð
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
Net fang: inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 8200 kr.
Áskrift: 694 2693, ingunn@ritform.is
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Nýtt ár er gengið í garð og sjávarútvegurinn gengur sinn vana-
gang á þessum árstíma. Vetrarlægðirnar koma á færibandi en
stillur eru inn í milli. Ágætlega hefur fiskast í þessum fyrsta
mánuði ársins og ekki síst hafa þau uppsjávarskip flotans sem
hafa heimildir til kolmunnaveiða suður af Færeyjum veitt þar
með ágætum.
Nú er það loðnan sem er stóra spurningin. Það eru engin nýmæli
á þessum árstíma. Ljóst er að vertíðin verður stutt og hver dag-
ur mun skipta máli. Jafnvel þó að skipin hafi stækkað þá ráða
gæftirnar alltaf miklu þegar upp er staðið. Þess utan er samt
mikilvægt að ná sem mestu af þeim kvóta sem til skiptanna
verður í hrognavinnslu og frystingu. Verðmætin eru mest á
seinustu vikum vertíðarinnar þegar loðnan er komin fast að
hrygningu.
Veiðarfæri og veiðitækni fá sitt rými í Ægi að þessu sinni og á
þeim vettvangi sem öðrum er margt að gerast. Enda erum við jú
fiskveiðiþjóð. Tæknin er að umbylta stjórnun veiðarfæra á örfá-
um árum. Hvern hefði grunað fyrir áratug eða svo að í dag yrði
rafrænt upplýsingaflæði frá veiðarfærum í sjó til skipstjórnar-
manna í brú skipa með þeim hætti sem það er? Í rauntíma er
hægt að sjá veiðarfærin, fylgjast með fiskinum sem í þau kemur,
nýta upplýsingar um strauma og þannig mætti lengi, lengi telja.
Samskiptatæknin, rafstýringar og sjálfvirkni aukast ár frá ári og
virðist möguleikarnir ótakmarkaðir. Er þetta þróun til góðs? Já,
vafalítið. Veiðar verða markvissari, árangurinn meiri, aflameð-
ferðin betri, veiðarnar verða hagkvæmari, orkuþörf við veiðar
minnkar, veiðarfæri endast betur og búnaður skipanna sömu-
leiðis. Og þannig mætti áfram telja. Betri fiskur skilar okkur
meiri verðmætum og betri veiðarfæri og aukin tækni skila okkur
betra hráefni. Í víðara samhengi getum við líka talað um betri
umgengni um auðlindina, kolefnisfótsporið og fleiri slíka þætti.
Grunnur sjávarútvegsgreinarinnar er lagður úti á sjó – í
veiðunum sjálfum. Þess vegna er svo mikilvægt að við gætum að
þekkingaruppbyggingunni í öllum þáttum veiða, t.d. veiðarfæra-
tækni, notkun og stjórnun veiðarfæra og ekki síður í veiðar-
færagerðinni sem slíkri. Á undanförnum árum hefur það verið
áhyggjuefni hversu fáir hafa verið áhugasamir um að læra neta-
gerð en ungt fólk sem nú hefur hafið nám í þeirri iðn er til
marks um að það er von um að sú óheillaþróun sé að snúa við að
enginn vilji læra til netagerðar og starfa við fagið.
Þess sjást glögglega merki víða í sjávarútveginum og þar með
talið í útgerð að greinin verður sífellt meðvitaðri um umhverfis-
mál og kröfuna um orkuskipti. Sem er vel því neytendur horfa í
sívaxandi mæli til þessara þátta í sinni neyslu og innkaupum. Þó
fiskur hafi almennt jákvæða ímynd hvað umhverfisþáttinn og
hollustu varðar þá er það fjöregg sem þarf að leggja mikla
áherslu á að hlúa að. Orkunotkun í sjávarútvegi mun taka
stakkaskiptum á næstu árum og áratugum. Um það þarf vart að
efast. Og þar viljum við vera í fararbroddi sem fiskveiðiþjóð.