Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 12
12
„Þær framkvæmdir sem nú standa
yfir í höfninni hjá okkur munu
standa næstu tvö árin og þær eru
nauðsynlegar til að mæta síaukinni
umferð um höfnina, sér í lagi aukn-
um vöruflutningum. Það er hins
vegar alveg ljóst að strax og þessum
áföngum lýkur þá þurfum við að
ráðast í ennþá viðameiri fram-
kvæmdir með stækkun hafnarinnar
því hafnarþjónusta okkar þarf að
geta mætt þeim vexti sem við sjáum
í vöruflutningum, sér í lagi tengt
landeldi á laxi hér á svæðinu og sí-
vaxandi útlutningi á jarðefnum,“
segir Benjamín Ómar Þorvaldsson,
settur hafnarstjóri sveitarfélagsins
Ölfuss, um framkvæmdir í höfninni í
Þorlákshöfn sem nú standa yfir.
Stærri skipum auðveldað
að athafna sig
Framkvæmdirnar sem hófust í höfn-
inni í fyrra eru fjölþættar. Nú er unn-
ið að því að reka niður stálþil en einn-
ig verður gömul bryggja rifin, hún
endurbyggð og snúið um leið. Þá er
byrjað að lengja Suðurgarð um 250
metra og annar hafnargarður verður
færður til að skapa meira rými innan
hafnar. Loks verður öll höfnin dýpkuð
í 9-9,5 metra. Dýpkunin verður loka-
áfangi þessarar framkvæmdahrinu, að
sögn Benjamíns.
„Bæði dýpkunin og aðrir fram-
kvæmdaþættir miða að því að skapa
meira rými innan hafnar fyrir stóru
skipin að snúa og athafna sig. Hag-
kvæmni í flutningum yfir hafið byggist
á því að sigla á stórum skipum og við
þurfum að geta mætt þeirri þróun,“
segir Benjamín en milli Þorlákshafnar
og Rotterdam sigla ferjurnar Astral,
Akranes og Mykines vikulega. Flutn-
ingar þeirra fara vaxandi með ári
hverju og sama þróun er í flutningum
annarra vöruflutningaskipa sem um
höfnina fara.
Kolefnissporið skiptir máli
Benjamín segir áhugann á höfninni
stöðugt fara vaxandi enda stytti það
siglingaleiðina talsvert að koma inn í
Þorlákshöfn í stað þess að sigla á höf-
uðborgarsvæðið. „Kolefnissporið fær
sífellt meira vægi þegar er verið að
skoða siglingar, ekki bara gagnvart
vöruflutningaskipum heldur einnig
gagnvart fiskiskipum. Þegar fiskiskip
eru á miðunum úti fyrir suðurströnd-
Stöðugur vöxtur
í flutningum í
Þorlákshöfn
Flutningaskipin Astral, Mykenes og Akranes sigla vikulega milli Þorlákshafnar og Rotterdam. Vöruflutningar um höfnina
vinda sífellt upp á sig og munu fyrirsjáanlega gera áfram.
Hafnaþjónusta