Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.2023, Side 13

Ægir - 01.01.2023, Side 13
13 inni þá kjósa þau í vaxandi mæli að koma hingað inn til löndunar og flytja fiskinn landleiðina þangað sem vinnsl- urnar eru á landinu. En hvað vöru- flutningana varðar þá eru stöðugt að koma til okkar hugmyndir um nýjar áætlunarsiglingar en ótímabært að fjalla um þær fyrr en þá eitthvað yrði fast í hendi,“ segir Benjamín. Höfnin í lykilhlutverki í landeldisuppbyggingunni Gríðarlega umfangsmikið landeldi á laxi í nágrenni Þorlákshafnar er að byggjast upp og framleiðsla eldisaf- urða til útflutnings á svæðinu mun stóraukast á komandi árum, gangi öll þau áform eftir sem ýmist er búið að hrinda í framkvæmd eða eru á undir- búningsstigi. Í þeirri uppbyggingu gegnir höfnin lykilhlutverki. „Við erum í þeirri stöðu að sjá fram á verulegan vöxt í starfsemi hafnar- innar sem útflutningshafnar á kom- andi árum. Af þeirri ástæðu getum við ekki látið staðar numið í uppbyggingu hennar og sjáum þörf fyrir verulega stækkun í beinu framhaldi af þeim framkvæmdum sem nú er unnið að. Sú stækkun er þegar komin á teikniborðið. Núverandi framkvæmdir eru á áætlun til 2025 og þá þarf stækkun hafnarinn- ar til norðurs að taka við. Útflutningur á eldisafurðum verður vaxandi þáttur á komandi árum, það liggur alveg fyrir. En við sjáum einnig verulegan vöxt í útflutningi á jarðefnum til Evrópu- landa og á hverju ári eykst almenn frakt sem um höfnina fer,“ segir Benja- mín og játar því að mikið sé sótt í lóðir í nágrenni hafnarinnar af fyrirtækjum sem sjá sér hag í að setja upp starfsemi sem nýtir útflutningsmöguleikana sem millilandasiglingarnar frá Þorlákshöfn hafa opnað. „Við höfum landrými hér við höfn- ina til að mæta þessari eftirspurn og hún er vaxandi,“ segir Benjamín.  Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.  Nú er verið að reka niður stálþil í höfninni, sem er einn margra þátta í heildar- framkvæmdum sem munu standa næstu tvö árin í höfninni.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.