Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2023, Síða 20

Ægir - 01.01.2023, Síða 20
20 Bjarki Kristjánsson, yfirstýrimaður á uppsjávarskipinu Sigurði VE í Vest- mannaeyjum, hefur að stærstum hluta helgað uppsjávarveiðum sinn sjómannsferli. Hann segir ólíku sam- an að jafna að vera á skipi eins og Sigurði VE í dag samanborið við fyrstu nótaskipin sem hann byrjaði á fyrir röskum fjórum áratugum. Allt er miklu stærra í dag og aðbúnaður um borð allur annar fyrir sjómenn- ina. En eitt segir hann þó aldrei breytast og það er spennan í upp- sjávarveiðunum, fyrst og fremst í loðnuveiðum í nót sem Bjarki segir skemmtilegasta veiðiskapinn. Nótin er hans uppáhald á sjónum. Bjarki er Vestmannaeyingur í húð og hár, kominn af sjómönnum og segist ánægður að hafa á sínum tíma tekið ákvörðun um að gera sjómennskuna að ævistarfi sínu. Mikið streð á sumarloðnunni „Ég byrjaði á netum á Sæbjörginni hér í Eyjum sumarið 1982 og við fórum á síld- veiðar það haust. Síðan þá hef ég meira og minna verið á uppsjávarveiðum en farið inn á milli á togarana þegar ekki var verið að veiða síld eða loðnu. Mér hefur alltaf líkað best á uppsjávarveið- unum og mesta spennan er á nótaveið- inni. Það er einhver rómantík yfir þeim veiðiskap en getur líka verið mjög erfið vinna,“ segir Bjarki og rifjar upp loðnu- veiðar að sumri djúpt fyrir norðan land á fyrstu árum sínum í sjómennskunni. Bátarnir á þeim árum áttu fátt skylt með uppsjávarskipum nútímans. „Þá var þetta meira og minna allt á höndum, 15 menn í áhöfn og veitti ekki af. Þetta var mikið streð á okkur og á sumarloðnunni þurfti oft 30-40 köst til að fá í bátinn, bjart allan sólarhringinn og unnið alveg sleitulaust. Það var lítið um hvíld í þessum túrum,“ segir Bjarki en á þessum árum voru bræðslur í eigu ríkisins á Norðurlandi og Austurlandi sem bræddu aflann og þangað var oftast farið til löndunar þó fyrir hafi komið að siglt var alla leið til Vestmannaeyja. Og reyndar líka til Færeyja. „Og auðvitað allt á bólakafi því þetta voru skip sem ekkert fríborð höfðu þeg-  Bjarki Kristjánsson, stýrimaður á Vestmannaey VE-15. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.