Ægir - 01.01.2023, Síða 24
24
um að þau hreinlega slíti nótina frá sér.
Fyrir tveimur árum lentum við í slíkum
aðstæðum, allir hanafætur og annað
slitnuðu og nótin hékk á einum 20 milli-
metra dynema-spotta. Þar munaði hárs-
breidd að við misstum nótina alveg.
Átökin á veiðarfærin eru alveg gríðarleg
þegar um er að ræða stórt og þungt skip,
sjógang og mikinn afla í nótinni.
Sem betur fer er samt mjög sjaldgæft í
dag að það verði óhöpp með veiðarfærin.
Þó eitthvað rifni þá redda menn sér allt-
af um borð. Við erum mjög lánsamir að
hafa góða þekkingu í áhöfninni á veiðar-
færagerð og erum t.d. með lærðan neta-
gerðarmann á dekkinu. Það er mikils
virði,“ segir Bjarki sem sjálfur byrjaði að
læra netagerð áður en hann fór á sjóinn
á sínum tíma. „Mér leist hins vegar ekki
alveg á launakjörin í netagerðinni svo
að stefnan var tekin á sjóinn. Ég sé ekki
eftir því,“ bætir hann við.
Sjónarspil á kolmunnamiðunum
Á síðari árum hafa kolmunnaveiðar orð-
ið meðal fastra verkefna uppsjávarskip-
anna og fór Sigurður VE fyrsta túr árs-
ins 2023 á miðin suður af Færeyjum og
kom þaðan með fullfermi enda veiðin
verið mjög góð nú í byrjun árs.
„Kolmunnaveiðin er gjörólík nótaveið-
inni,“ segir Bjarki. „Hún er eingöngu í
flottroll og við erum stundum að toga
allt upp í sólarhring í einu, enda snúast
þessar veiðar um að fá sem mest í sem
fæstum köstum. Kolmunninn er dreginn
af um 200 faðma dýpi og köstin geta ver-
ið allt upp í 800 tonn og gríðarleg átök á
skipið og allan búnaðinn, sérstaklega
þegar pokinn kemur upp í yfirborðið.
Fiskurinn fyllist af lofti þegar hann kem-
Með Rússa á nótaveiðinámskeiði
Árið 2015 tók Bjarki þátt í eftirminnilegu verkefni þegar
hann og Jón Axelsson, núverandi skipstjóri á Sigurði
VE, fóru saman til Suður-Kóreu til að kenna rússneskum
sjómönnum að veiða með nót. Þeir félagar höfðu þá ver-
ið saman á Álsey VE en fyrirspurn um nótaveiðikennsl-
una barst til Jóns í gegnum erlendan fisksölumann sem
hafði tengsl við rússnesku útgerðina. Og úr varð að þeir
félagar í Eyjum tóku slaginn og það reyndist vera tals-
vert ævintýri.
„Nótin var sett upp á Spáni og flutt til Suður-Kóreu þar
sem skipið var en þegar við komum út í maí 2015 blasti við
okkur gamalt skip, byggt árið 1974 og það var engan veginn
búið til að fara á nótaveiðar nema ráðist yrði í ýmsar lag-
færingar fyrst. Rússarnir voru hins vegar mjög áhugasamir
og fulltrúar þeirra höfðu komið til Vestmannaeyja fyrr um
veturinn til að fara með okkur í nokkra túra og sjá hvernig
við færum að við nótaveiðar á svona stóru skipi. Í stuttu
máli sáum við strax í hendi okkar að við værum ekki að fara
að sýna nótaveiðar á þessu skipi óbreyttu og þegar upp var
staðið vorum við í fullri vinnu með Rússunum í yfir 30 daga
við að lagfæra skipið og koma nótinni saman en hún var
hátt í 300 faðma löng og vel á annað hundrað metrar á dýpt.
Á skipinu voru yfir 40 Rússar í áhöfn og samskiptin við þá
voru öll hin bestu. Fyrir okkur Jón var þetta allt mjög fram-
andi og öðruvísi en við vorum vanir en við vorum stað-
ráðnir í að ná að sýna þeim hvernig nótin virkaði – líkt og
lagt var upp með.
Síðan kom að því að við héldum út á sjó en fyrirfram
höfðum við tekið mjög skýrt fram við Rússana að við vær-
um ekki að fara að kasta nót til að veiða í hana – eingöngu
til að sýna. Um borð var líka flottroll og raunar plötuðu
Rússarnir okkur aðeins því þeir spurðu hvort okkur væri
sama þó við köstuðum trolli fyrst til að fá einhvern fisk í
vinnsluna en þetta var vinnsluskip. Við samþykktum það en
þegar til kom hafði enginn þeirra heldur reynslu af flottroll-
inu svo að við Jón vorum áður en við vissum af komnir út á
dekk að hjálpa til við að taka trollið á síðuna og ná aflanum
um borð. Það kunnu Rússarnir ekki.
Síðan hófst sýnikennslan á nótina og við köstuðum nokkr-
um sinnum, snurpuðum og drógum en fundum mjög fljót-
lega að áhuginn fór að dofna hjá Rússunum enda enginn
afli og skipið ekki mjög hentugt. Kennslutúrinn varð svo
endasleppur því olíutankur gaf sig þegar tekin var olía úti á
sjó og þar með þurfti að fara í land og okkar hlutverki lauk.
Ég veit í sjálfu sér ekki hvort Rússarnir notuðu þá þekkingu
á nótaveiðum sem við vorum að reyna að miðla til þeirra en
hins vegar keypti þessi sama rússneska útgerð síðar tvö
uppsjávarskip héðan frá Íslandi, Þorstein og Álsey, og sjálf-
ur fór ég með það síðarnefnda sem skipstjóri til Rússlands.
Nótaveiðikennslan í Suður-Kóreu er hins vegar eftirminni-
leg, þó enginn hafi aflinn verið. Mikið ævintýri fyrir okkur
báða,“ segir Bjarki.
Nótinni kastað. Bjarki segir að það geti verið mikið vandaverk, sér í lagi í
miklum vindi og þegar þröngt er á miðunum.