Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 27

Ægir - 01.01.2023, Qupperneq 27
27 Bylting er að eiga sér stað í línubún- aði en norski framleiðandinn Mustad Autoline er að setja á markaðinn nýtt kerfi sem heitir E-line og er alfarið knúið með rafmagni. Sigurður Óli Þór- leifsson hjá Mustad Autoline á Íslandi segir að fyrstu kerfi þessarar tegund- ar hér á landi verði sett í vor í bát sem er hér í endursmíðum fyrir kaup- endur í Kanada en hann segist reikna með að E-line línukerfi verði komin í báta íslenskra útgerða innan tveggja ára. Hraðvirkari og auðveldari stjórnun „Beitningarvélin hefur verið rafdrifin í stóru bátunum en með E-line eru bæði uppstokkari og dráttarspil orðin rafdrifin í stað þess að vera vökvaknúin. Þar með er allt línukerfið orðið rafdrifið og því fylgja margir kostir. Kerfið býður upp á mun nákvæmari upplýsingar en áður um veiðarnar og aflann en ein af stóru breytingum er spilið og hvernig stýring- in á því bregst hratt við öllum hreyfing- um á bátnum og átaki á línuna. Sá mikli fjöldi skynjara sem er í dráttarskífunni gerir að verkum að hún bregst mun hraðar og betur við. Sem dæmi eru 3600 skynjarar á dráttarskífunni nú miðað við 12 áður. Það þýðir að minna tapast af fiski af krókunum í drætti og aflinn verð- ur meiri sem því nemur,“ segir Sigurður en burstasettin sem þrífa línuna og krók- ana eru einnig knúin rafdrifnum tjökkum í E-line kerfinu og eru hraðvirk. Stöðugt kerfi og mikill olíusparnaður Sú reynsla sem komin er af E-line kerfinu frá Mustad sýnir glögglega að ekki að- eins er kerfið hljóðlátt miðað við vökva- drifna búnaðinn heldur er olíunotkun bátanna til muna minni. „Í stærri bátunum sést að olíusparn- aðurinn er verulegur og jafnvel meiri en menn áttu von á þegar kerfið var þróað. E-line spilið frá Mustad hefur verið í norska línubátnum Loran í á þriðja ár og á þeim tíma hefur aðeins þurft viðhalds- vinnu í um 30 mínútur samtals, viðhald sem allt var leyst í fjartengingu í gegnum tölvu. Stöðugleiki búnaðarins hefur því reynst einstaklega mikill,“ segir Sigurður og bendir á að líkt og í allri nútíma tækni bjóði E-line upp á stjórnun í gegnum smáforrit í snjalltækjum og hægt er að fjartengjast kerfinu frá landi og fylgjast þannig með allri virkni og framvindu á veiðunum. „Öll stjórnun er einföld á kerfinu og það er í heild sinni mjög aðgengilegt og gott fyrir sjómennina, fyrir utan hversu hljóðlátt það er. Það atriði eitt og sér skiptir miklu fyrir þá sem vinna við línu- kerfið um borð, eina sem heyrist er þegar krókarnir renna eftir línurekkunum,“ segir hann. E-line fyrir allar stærðir línubáta E-line kerfið verður í boði fyrir allar stærðir línubáta. „Útfærslan er svolítið önnur á E-line kerfinu fyrir minni plast- bátana og hún verður að fullu tilbúin frá og með næsta hausti. Slíkt kerfi er núna í reynslunotkun í Noregi áður en það verður sett á markað,“ segir Sigurður en fyrir þá sem eru með eldri Mustad línu- kerfi í dag er mögulegt að skipta yfir í rafknúninn búnað að hluta til, fyrir þá sem frekar vilja. „Margir eru hins vegar með kerfi sem komin eru til ára sinna og sá kostur er því oft mun hagkvæmari þegar upp er staðið að skipta alveg um kerfi og nýta með því alla þá kosti sem nýja E-line kerfið hefur að bjóða. Í nýsmíðum munu menn eflaust horfa til þessa kerfis þegar þar að kemur en nýsmíðar eru í biðstöðu hjá mörgum meðan samdráttur er í kvóta.“ Ný og ódýrari beita væntanleg Fleiri nýjungar eru á döfinni frá Mustad því dótturfyrirtæki þess í Noregi, Norbait, er að setja á markaðinn nýja gerð af beitu sem Sigurður segir að séu viðbrögð við háu verði á beitu á heimsmarkaði. „Norbait hefur sett á markað nýja gerð af beit fyrir snjókrabbagildrur, sem er þegar uppseld út árið 2023 og á næstu mánuðum mun fyrirtækið einnig koma með beitu fyrir línuveiðar og mismunandi fisktegundir. Þetta er útfærsla á beitu sem kemur mjög vel út á línunni og ég bind vonir við að hún verði umtalsvert ódýrari en sú beita sem býðst í dag. Gangi það eftir þá verður þessi nýja beita önnur bylting frá Mustad til viðbótar við E-line kerfið. Með sanni er því hægt að segja að það sé mikið að gerast hjá okkur,“ segir Sigurður. Mustad Autoline með nýtt og rafvætt línukerfi  Sigurður Óli Þorleifsson stýrir starf- semi Mustad Autoline á Íslandi.  Uppstokkari og línuspil í nýju E-line vörulínunni. Veiðarfæri & veiðitækni  Norska línuskipið Loran hefur verið með E-line kerfið frá Mustad Autoline í á þriðja ár og er reynslan mjög góð.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.