Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 6
6
Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar
Til móts við verkefni nýs árs
Út gef andi:
Ritform ehf. ISSN 0001-9038
Rit stjórn:
Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri.
Rit stjór i:
Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.)
GSM 899-9865.
Net fang: johann@ritform.is
Aug lýs ing ar:
Inga Ágústsdóttir.
Net fang: inga@ritform.is
Hönnun & umbrot:
Ritform ehf.
Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík.
Á skrift:
Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7800 kr.
Áskrift: 694 2693, ingunn@ritform.is
Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári.
Eft ir prent un og ívitn un er heim il,
sé heim ild ar get ið.
Leiðari
Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft.
Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í
ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að
þörfum hvers og eins viðskiptavinar.
www.stolpigamar.is
Hafðu
samband
568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Þjóðfélagsumræðan hefur að talsverðum hluta verið undirlögð
kjaramálum síðustu vikur og mánuði enda tilefni til þar sem samn-
ingar stórs hluta vinnumarkaðarins runnu út í lok október. Þegar
á haustið leið var nokkuð ljóst að stefnan yrði sett á skammtíma-
samninga í ljósi óstöðugleika og óvissu í efnahagslífinu hérlendis
og erlendis, hárrar verðbólgu, hækkunarhrinu vaxta sem á sér
vart hliðstæðu og fleiri þátta. Hvort sú verður raunin með allan
vinnumarkaðinn að skammtímasamingur verði ofan á mun svo
koma í ljós á næstu mánuðum, t.d. hvað varðar opinbera starfs-
menn.
Eitt hélst þó algjörlega óbreytt í gegnum kjarasamningaumræð-
una í haust, þ.e. staða kjaraviðræðna samtaka sjómanna og út-
gerðarmanna en samningar þeirra hafa verið lausir frá árslokum
2020. Litlar sem engar fregnir berast af þessum viðræðum, sé á
annað borð hægt að tala um hefðbundnar viðræður þegar tvö ár
eru liðin frá því kjarasamningar runnu út. Þrátefli við samninga-
borð eru engin ný tíðindi en fátítt þó að kjaraviðræður standi svo
árum skipti án þess að nokkuð þokist, svo merkjanlegt sé. Vitan-
lega er tekist á um mikla fjárhagslega hagsmuni í rekstri fyrir-
tækja en það á við um alla samninga því launakostnaður er hátt
hlutfall í öllum rekstri. Hagsmunir launþeganna, sjómannanna, eru
líka undir og ekki aðeins krónurnar í launaumslögunum heldur
einnig ýmis önnur atriði sem snúa að kjörum og starfsumhverfi.
Síðan er það hitt sem er sú ímynd sem þetta þrátefli í kjaramálum
sjómanna skapar greininni því þrátt fyrir að sjómenn njóti þess í
launum í hlutaskiptakerfi þegar vel árar þá er það hvorki eðlilegt
né jákvætt fyrir greinina að hún lúti allt öðrum lögmálum á vinnu-
markaði en almennt gerist og að langtímum saman starfi sjó-
mannastéttin án kjarasamninga, líkt og hefur verið raunin um
langt skeið. Það hlýtur að vera eitt af stóru verkefnunum á kom-
andi ári innan greinarinnar að setja þessar viðræður á lokapunkt
með samningi.
Loðnuveiðar vetrarins eru alltaf stóra spurningamerkið á þess-
um árstíma. Hafandi fengið uppörvandi fréttir af loðnurannsókn-
um árið 2021 og góða vertíð síðasta vetur þá átti greinin síst von á
því að útgefinn byrjunarkvóti í loðnu nú í haust yrði jafn rýr og
raunin varð. Þó ekki sé öll nótt úti enn þá er líklegra en hitt að
veiðarnar í vetur verði minni en vænst hafði verið og þá skiptir
öllu, líkt og í öllum fiskveiðum og vinnslu að takist að spila þannig
úr hráefninu að hámarksvirði náist í afurðum.
Stærsta fréttin á sjávarútvegssviðinu á árinu 2022 var vafalítið
samdráttur þorskveiðiheimilda þriðja fiskveiðiárið í röð. Bara sú
staðreynd að þorskurinn einn og sér stendur fyrir um 4% af vergri
þjóðarframleiðslu endurspeglar ekki aðeins mikilvægið fyrir þjóð-
arbúið heldur ekki síður mikilvægið fyrir einstakar sjávarbyggðir
og fyrirtæki í greininni sem eiga mest undir þorskveiðum. Yfir
lengra tímabil litið hlýtur að vera áleitin spurning hvers vegna
okkur hefur ekki tekist að byggja þorskstofninn betur upp, hvort
sú aðferðafræði sem gripið var til þegar samdrátturinn varð sem
mestur var röng eða hvort aðrir áhrifaþættir hafa lagst á sveif
gegn uppbyggingunni á undanförnum áratugum. Samdráttur um
rösklega 23% í þorskveiðum á þremur fiskveiðiárum hefur bitið og
mun enn bíta í hælana á næsta komandi ári. Það munu því margir
þurfa að hagræða og gera breytingar í sínum rekstri en mestu
skiptir að áfram takist að skapa aukin verðmæti úr þorski sem
öðrum fiskafla og að markaðir haldist stöðugir. En það er einmitt
styrkur sjávarútvegsgreinarinnar að laga sig stöðugt að nýjum
veruleika. Það mun hún gera nú, sem fyrr.
Tímaritið Ægir óskar lesendum, viðskiptavinum og starfsfólki í ís-
lenskum sjávarútvegi gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á nýju ári.