Ægir - 01.09.2022, Page 23
23
endurnýjun,“ segir Hans Óli en hann
er annar tveggja skipstjóra á Hafdísi.
Hinn er Óskar Þór Guðmundsson sem
stýrir sjódeild Geisla og leiddi endur-
nýjunarverkefnið. Óskar er að sögn
Hans Óla sá maður sem leiddi hug-
myndir um útfærslu bátsins og á
stærstan þátt í að verkefnið komst svo
farsællega á leiðarenda.
Góður stuðningur í heimabyggð
Hans Óli segir að auk yfirbyggingar-
innar og breiðara stýrishúss hafi með
nýja bátnum fengist betri siglingatæki,
en sá búnaður er frá Simrad sem Frið-
rik A. Jónsson er umboðsaðili fyrir hér
á landi.
„Hafdísi var skipað upp á Reyðar-
firði þegar hún kom frá bátasmiðju
fyrirtækisins í Noregi og þaðan sigld-
um við henni hingað heim á Fáskrúðs-
fjörð. Þá fengum við að kynnast því
hvernig báturinn er í smá kaldaveðri
eins og við fengum á heimleiðinni og
sú reynsla lofaði góðu. Hafdís fór bara
vel með okkur á 32 mílum þó væri tals-
verður sjór,“ segir Hans Óli. En hvern-
ig fer lítil björgunarsveit að því að
ráðast í tækjakaup af þessari stærðar-
gráðu?
„Þetta er vitanlega mjög stór pakki
og mikil fjárfesting. Fyrir það fyrsta
þá fengum við mjög gott verð fyrir
gamla bátinn og það dugði fyrir rúm-
lega helmingi kaupverðs nýja bátsins.
Síðan höfum við öfluga styrktaraðila
hér í heimabyggð og á Austfjörðum
sem standa þétt við bakið á okkur,
þeirra stærst er Loðnuvinnslan á Fá-
skrúðsfirði. Síðan höfum við aðrar
fjármögnunarleiðir á borð við flug-
eldasölu og önnur fjáröflunarverkefni.
Það gildir bara í rekstri björgunar-
sveitar eins og öðru að passa vel upp á
peningana og eyða ekki um efni fram.
Við gætum okkur á að skulda ekkert
og réðumst ekki í þetta stóra verkefni
fyrr en við höfðum sannfæringu fyrir
því að það myndi ganga upp fjárhags-
lega,“ segir Hans Óli en í reynd átti
endurnýjunarverkefnið sér stuttan að-
draganda og kom fyrst og fremst til
Til hamingju með Hafdísi
Við óskum Björgunarsveitinni Geisla á Fáskrúðsfirði
til hamingju með nýja björgunarbátinn Hafdísi SU
Skipstjórarnir hafa góð siglingatæki frá Simrad til að vinna með.