Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 38

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 38
38 „Þetta er 30 ára gömul hugmynd sem ég fékk í menntaskóla þegar ég var að rífast við eðlisfræðikennar- ann minn,“ segir málarameistarinn og frumkvöðullinn Óskar Svavars- son um tilurð þeirrar hugmyndar hans að nýta vindorku á nýjan leik til skipasiglinga. Kennaranum þótti hugmyndin ekki merkileg á þeim tíma og lét að sögn þá skoðun sína berlega í ljós. Óskar lét úrtölur kennara síns forð- um sem vind um eyru þjóta, enda hef- ur kostnaður við framleiðslu á raforku snarlækkað frá því fyrir þremur ára- tugum. Hann stofnaði fyrir þremur ár- um sprotafyrirtækið Sidewind, ásamt eiginkonu sinni Maríu Kristínu Þrast- ardóttur viðskiptafræðingi. Þau hjónin hafa síðan þá þróað hugmynd um að nýta annars ónothæfa eða skemmda flutningagáma til að framleiða raforku um borð í flutningaskipum. Hugmynd- in gengur út á að framleiða vindtúr- bínur sem settar eru í umrædda gáma þar sem hliðarnar hafa verið fjarlægð- ar. Þegar vindar blása á hlið skipsins framleiða túrbínurnar raforku. Áætlað er að með þessu móti sé hægt að framleiða allt að 20 prósent þeirrar orku sem skipið þarf að nota á siglingu sinni. Það hlutfall er meðal annars háð vindstyrk og -átt hverju sinni. Hvatningarverðlaun og styrkir Sidewind, sem fékk í desember 2019 styrk úr Tækniþróunarsjóði, hlaut á dögunum Svifölduna, hvatningarverð- laun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2022. Og það sem meira er, í árs- byrjun 2023 munu þau hjónin skrifa undir samning við Evrópusambandið sem kveður á um þróun þriggja um- hverfisvænna hugmynda – ein þeirra  Hjónin Óskar Svavarsson og María Kristín Þrastardóttir hafa svo sannarlega stungið sér í djúpu laugina. Hugmynd þeirra hefur nú fengið vænan styrk frá Evrópusambandinu. Hliðarvindinum breytt í dýrmæta orku Sprotafyrirtækið Sidewind hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu til þróunar á framleiðslu rafmagns með vindorku í opnum flutningagámum

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.