Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 27

Ægir - 01.09.2022, Qupperneq 27
Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári ÆGIR T Í M A R I T U M S J Á V A R Ú T V E G Í 1 0 0 Á R Sóknarfæri REYKJAVÍK | AKUREYRI | ritform.is Ísland og Færeyjar hafa undirritað samning um fiskveiðar fyrir næsta ár. Samninginn undirrituðu Svandís Svavars- dóttir, matvælaráðherra, og Árni Skaale, sjávarútvegsráð- herra Færeyja. Samningurinn er endurnýjun á samningi þessa árs um botnfiskveiðar og loðnuveiðar Færeyja við Ísland og veiðar Íslendinga á uppsjávarfiski innan lögsögu Færeyja. Samkvæmt samningnum verður botnfiskkvóti Færeyja í lögsögu Íslands 5.600 tonn eins og á þessu ári. Þar af eru 2.400 tonn af þorski og allt að 400 tonn af keilu. Loðnukvóti Færeyja verður 5% af heildinni sem Ísland, Grænland og Norðmenn ákveða, en þó aldrei meiri en 30.000 tonn. Aðgangur til að veiða kolmunna og norsk-íslenska síld verður óbreyttur; þ.e. að þjóðirnar mega taka kvóta sína í lögsögu hvors annars. Auk þess fá íslensk skip að veiða 1.300 tonn af makríl innan lögsögu Færeyja. Ísland og Færeyjar hafa jafnframt gengið frá nýjum rammasamningi um gagnkvæmar fiskveiðar. Sá samning- ur kemur í stað samnings frá árinu 1976 og tekur gildi þeg- ar þjóðþing beggja landanna hafa samþykkt hann. Hingað til hafa þessir samningar verið á könnu sjávarútvegsráð- herra beggja landanna, en nú taka embættismenn við samningagerðinni. Fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja endurnýjaður

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.