Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 16

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 16
16 FJARÐABYGGÐ H ér að sp re nt Mjóafjarðarhöfn Norðfjarðarhöfn Eskifjarðarhöfn Mjóeyrarhöfn Reyðarfjarðarhöfn Fáskrúðsfjarðarhöfn Stöðvarfjarðarhöfn Breiðdalsvíkurhöfn www.ardabyggd.is við gerum út á góða þjónustu fjarðabyggðarhafnir stjórnendum þeirra. Auðvitað vonast maður til að einhver sátt náist. Ég sé þó ekki að þessi hækkun veiðigjalda breyti miklu í því efni og hef reyndar ekki séð neinar tillögur sem gætu leitt til einhvers konar sáttar. Þessi ólga er ekki séríslensk. Það er umræða um kvótakónga í Danmörku og í Noregi líka. Það er mjög víða deilt um auðlindanýtingu og ég tel að fyrir- tækin þurfi að laga sig að aðstæðum hverju sinni. Ég hef haft þá trú að póli- tíkin muni leita í þá leið að stjórna fiskveiðum með skynsamlegum hætti fyrir land og þjóð. Maður trúir því bara. Síldarvinnslan var stofnuð árið 1957 og síðan þá hefur verið alls konar pólitík í kringum hana en fyrirtækið hefur lifað það af. Flestir Íslendingar gera sér grein fyrir að við þurfum að eiga öflugan og sterkan sjávarútveg sem er að skapa landi og þjóð verð- mæti og góð lífskjör. Hafið í kringum landið er okkar dýrmætasta auðlind og ég vona að okkur takist að nýta hana með skynsamlegum hætti til framtíð- ar,“ segir Gunnþór. Allt opið og gagnsætt Það hefur verið talað um samþjöppun í sjávarútvegi. Er ekki einkennilegur hljómur í því þegar eigendum sjávar- útvegsfyrirtækja fjölgar um þúsundir með því að þau fari á markað. Með kaupum ykkar á Vísi fjölgar eigendum þess úr örfáum í mörg þúsund. „Ég tel í rauninni að sú hagræðing sem hefur orðið í sjávarútvegi með stækkun fyrirtækja hafi verið nauð- synleg. Aukin tæknivæðing, meiri sam- keppni á mörkuðum og samdráttur í aflaheimildum hafa leitt þessa þróun. Þegar Síldarvinnslan fór á markað fyrir einu og hálfu ári síðan komu nokkur þúsund nýir hluthafar inn í fé- lagið. Sumir tala um lítið gagnsæi en á hlutabréfamarkaði er öll starfsemi Síldarvinnslunnar opinber. Kvóta- færslur eru til dæmis allar á netinu. Þeir sem tala um ógagnsæi í sjávarút- vegi hafa einfaldlega ekki kynnt sér allar þær upplýsingar sem fyrir liggja um rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Fólk þarf að skoða hversu opin þessi fyrirtæki eru og hversu opið umhverfi okkar er. Það er líklega hvergi jafn auðvelt að skoða landanir, kvótafærsl- ur og fleira eins og á Íslandi. Á sama hátt er Fiskistofa líka með upplýsingar um verð á lönduðum fiski og útflutn- ingsverð afurða má sjá hjá Hagstof- unni. Eignarhald fyrirtækja er galopið, allir geta nálgast ársreikninga félaga og svona mætti lengi telja. En vissu- lega nýta margir populistar þetta orð ógagnsæi til að reyna að rýra traust og dreifa efasemdafræjum.“ Fyrirtækin þurfa að stækka Nú er Ísland í raun ekki samkeppnis- umhverfi íslensks sjávarútvegs heldur eru það keppinautarnir í löndunum í kringum okkur sem búa við hagstæð- ara rekstrarumhverfi en hér er. Er tekið nægilegt tillit til þess þegar rætt er um þessi mál? „Þegar verið er að tala um sam- þjöppun í sjávarútvegi, væri hollt að skoða samþjöppun á hinum endanum á virðiskeðjunni sem eru okkar kaup- endur, að miklum hluta mjög stórar verslunarkeðjur. Við erum að selja til mun færri aðila en við gerðum áður fyrr. Það hefur í raun orðið mjög mikil samþjöppun í umhverfi okkar. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru fremur smá miðað við marga keppinauta okkar, hvort sem horft er til Noregs eða ann- arra landa. Þau standa því hallari fæti á mörkuðunum en stóru erlendu sjáv- arútvegsfyrirtækin. Ef til dæmis er  Börkur NK, nýjasta skip Síldarvinnslunnar hf., að loðnuveiðum. Mynd: Björn Steinbekk.  Athafnasvæði Síldarvinnslunnar hf. við Norðfjarðarhöfn. Mynd: Hlynur Sveinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.