Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.2022, Side 41

Ægir - 01.09.2022, Side 41
41 stjóri Ísfells á Akureyri. Starfsmönnum verður fjölgað í þrjá strax í upphafi nýs árs. „Ísfell kemur víða við sögu í þjón- ustu við atvinnulífið en við ætlum í kjölfar flutninganna að efla verulega þjónustu okkar á sviði fallvarna- og öryggisbúnaðar, sem og lögbundinna skoðana á hífingarbúnaði fyrir við- skiptavini á Norður- og Austurlandi. Þetta er þjónustusvið sem snýr að bæði skipum og fjölþættri starfsemi í landi, verktakastarfsemi og ýmsum öðrum sviðum en Ísfell er eitt öflugsta fyrirtæki landsins í þessari þjónustu,“ segir Þorvaldur en önnur stór breyt- ing með tilkomu nýja húsnæðisins er stærri og fjölbreyttari verslun. Þar býðst fatnaður, öryggisbúnaður og ýmis konar rekstrarvara sem tengist sjávarútvegi og öðrum greinum at- vinnulífsins. Veiðarfæraþjónusta fyrir norðlensku togarana Þekktast er Ísfell fyrir þjónustu sína á veiðarfærasviðinu og segir Þorvaldur að nýi vinnusalurinn við Hjalteyrar- götu auðveldi vinnu við veiðarfærin. „Okkar áhersla í veiðarfæraþjónust- unni snýr mest að botnfiskveiðarfær- um og togskipum hér á Akureyri og í nágrannabyggðum. Hér setjum við upp veiðarfæri, lagfærum veiðarfæri og setjum upp varastykki, splæsum víra og leysum önnur verkefni fyrir skipin. Síðan vinnum við með starfs- stöðvum Ísfells á Ólafsfirði og Sauðár- króki eftir því sem við á. Þannig erum við öflug heild í þjónustu við við- skiptavini og sjáum bara tækifæri til að efla okkur enn frekar,“ segir Þor- valdur. Þjónusta  Dömurnar í starfsmannahópi Ísfells fögnuðu með samstarfsmönnum sínum á Akureyri og viðskiptavinum. Frá vinstri: Stefanía Malen Halldórsdóttir, netaverkstæði, Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri, Hrafnhildur Guðbjartsdóttir, stefnu- mótun og ferlastýringar og Ásdís Sigurðardóttir, viðskiptaþróunarstjóri.  Hátt er til lofts og vítt til veggja í netagerðarsalnum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.