Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 41

Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 41
41 stjóri Ísfells á Akureyri. Starfsmönnum verður fjölgað í þrjá strax í upphafi nýs árs. „Ísfell kemur víða við sögu í þjón- ustu við atvinnulífið en við ætlum í kjölfar flutninganna að efla verulega þjónustu okkar á sviði fallvarna- og öryggisbúnaðar, sem og lögbundinna skoðana á hífingarbúnaði fyrir við- skiptavini á Norður- og Austurlandi. Þetta er þjónustusvið sem snýr að bæði skipum og fjölþættri starfsemi í landi, verktakastarfsemi og ýmsum öðrum sviðum en Ísfell er eitt öflugsta fyrirtæki landsins í þessari þjónustu,“ segir Þorvaldur en önnur stór breyt- ing með tilkomu nýja húsnæðisins er stærri og fjölbreyttari verslun. Þar býðst fatnaður, öryggisbúnaður og ýmis konar rekstrarvara sem tengist sjávarútvegi og öðrum greinum at- vinnulífsins. Veiðarfæraþjónusta fyrir norðlensku togarana Þekktast er Ísfell fyrir þjónustu sína á veiðarfærasviðinu og segir Þorvaldur að nýi vinnusalurinn við Hjalteyrar- götu auðveldi vinnu við veiðarfærin. „Okkar áhersla í veiðarfæraþjónust- unni snýr mest að botnfiskveiðarfær- um og togskipum hér á Akureyri og í nágrannabyggðum. Hér setjum við upp veiðarfæri, lagfærum veiðarfæri og setjum upp varastykki, splæsum víra og leysum önnur verkefni fyrir skipin. Síðan vinnum við með starfs- stöðvum Ísfells á Ólafsfirði og Sauðár- króki eftir því sem við á. Þannig erum við öflug heild í þjónustu við við- skiptavini og sjáum bara tækifæri til að efla okkur enn frekar,“ segir Þor- valdur. Þjónusta  Dömurnar í starfsmannahópi Ísfells fögnuðu með samstarfsmönnum sínum á Akureyri og viðskiptavinum. Frá vinstri: Stefanía Malen Halldórsdóttir, netaverkstæði, Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri, Hrafnhildur Guðbjartsdóttir, stefnu- mótun og ferlastýringar og Ásdís Sigurðardóttir, viðskiptaþróunarstjóri.  Hátt er til lofts og vítt til veggja í netagerðarsalnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.