Ægir - 01.09.2022, Blaðsíða 39
39
er hugmynd þeirra hjóna. Sambandið
styrkir verkefnin samtals um 1,3 millj-
arða króna en alls koma 13 fyrirtæki,
þar af fimm íslensk, að verkefnunum
þremur. Samningurinn tekur gildi 1.
janúar 2023 og gildir til fjögurra ára.
„Hugmyndin er að nýta sér þessa
vinda sem þrýstast yfir skipið á sigl-
ingu og fara annars til spillis,“ útskýr-
ir Óskar. Eins og áður segir er um að
ræða endurunna gáma auk þess sem
spaðarnir verða framleiddir úr endur-
unnu plasti. Óskar bendir á að notkun
opinna gáma hafi þann kost í för með
sér að allir innviðir til flutninga séu til
staðar, svo sem kranar og flutningabíl-
ar. Það einfaldi alla meðhöndlun.
María segir í því samhengi að gáma-
félögin geti sett túrbínur um borð þeg-
ar veðurspá lítur út fyrir að verða
hagstæð til raforkuframleiðslu um
borð, þær þurfi ekki að vera með í öll-
um ferðum.
Frumgerðin prófuð við
Ingólfsfjall
María segir að áhuginn á verkefninu
sé mikill, ekki síður á landi en á sjó.
Frumgerðin, sem er úr stáli, verður
prófuð við Ingólfsfjall í vetur. Mark-
miðið sé að finna út hvernig hægt er
að framleiða sem mesta raforku með
þessum hætti. Styrkurinn verður með-
al annars nýttur til að smíða bæði 20
og 40 feta gáma sem notaðir verða við
þróun vörunnar á komandi árum.
Spurð hvort svo gæti farið að fiski-
skip gætu með tíð og tíma notað þessa
tækni svara þau hjónin því til að um
plássfreka lausn sé að ræða. Þetta
myndi aðeins henta á þau skip sem
hafi nægt pláss uppi á dekki, svo sem
olíu- og gámaflutningaskip.
Þarf að vera svolítið bilaður
„Við erum engir sérfræðingar á þessu
sviði,“ svarar Óskar því til léttur í
bragði þegar þau hjónin eru spurð um
bakgrunn sinn. Þau hafi einfaldlega
stungið sér í djúpu laugina. María
bætir við að þau hafi fengið mikla
hjálp frá KLAK í Grósku sem hjálpi
frumkvöðlum að raungera hugmyndir
sínar og myndi samfélag fyrir frum-
kvöðla. Þau hafa einnig verið dugleg
að sækja sér þekkingu og útvista verk-
efnum. „Maður þarf að vera svolítið
bilaður til að ráðast í þessa vitleysu,“
segir Óskar og hlær en bætir við:
„Þetta eru miklar áskoranir, ég viður-
kenni það, og alveg nýjar fyrir okkur.
Það var ákveðið spark í rassinn að fá
þennan Evrópustyrk.“
Nýsköpun
Hér má sjá tölvuteikningu af túrbínu í gámi þar sem hliðarnar hafa verið
fjarlægðar.
Flutningaskip gætu nýtt sér lausnina til að draga úr olíunotkun.