Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 9
182.000 Farþegar til Akureyrar. 120.000 Farþegar til Ísafjarðar. 290.000 Farþegar til Reykjavíkur. 45.000 Farþegar til Grundarfjarðar. 3.840 Íbúafjöldi Ísafjarðar. 135.668 Íbúafjöldi Reykjavíkur. 840 Íbúafjöldi Grundarfjarðar. 19.913 Íbúafjöldi á Akureyri. Skipin hafa einnig verið kærkomin við- bót á þeim svæðum þar sem gistirými er takmarkað. Sigurður Jökull Ólafsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna Mörg af þessum „leið- inlegu“ skipum með óhagstæðum vélum voru tekin og rifin í heimsfaraldrinum. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands Fólk fer út og gerir aðra hluti en að borða bara þrjár máltíðir uppi á hóteli alla daga. Ingvar Örn Ingvarsson, tals- maður Cruise Iceland Forsvarsmenn skemmti- ferðaskipa segja að margar breytingar hafi átt sér stað í iðnaðinum og sýna tölur úr loftgæðamæli Faxaflóahafna að mengun hafi ekki farið yfir umhverfismörk árið 2022. Þeir segja skemmtiferðaskip- in mikilvæga líflínu smærri sveitarfélaga. helgisteinar@frettabladid.is Faxaf lóahafnir sendu nýlega frá sér tilkynningu þar sem bent var á að loftgæðamælir Faxaflóahafna í Laugarnesi sýndi að mengunar- efni vegna viðlegu skemmtiferða- skipa á Skarfabakka fóru ekki yfir skilgreind umhverfismörk á árinu 2022 í neinu tilviki. Þeir sem tengj- ast komum skemmtiferðaskipa telja margir umræðuna um mengun og óhagkvæmni innan þjónustunnar vera úrelda. Heimsfaraldurinn reyndist mjög erfitt tímabil fyrir rekstur skemmti- ferðaskipa og fengu skipin meðal annars stimpil á sig sem „pláguskip“ þegar myndir birtust á heimsvísu sem sýndu bæði smitaða farþega og áhafnir fastar um borð. Þar á undan höfðu skipin verið gagn- rýnd fyrir mengun og offramboð á ferðamönnum en árið 2019 fóru 30 milljón manns um borð í skemmti- ferðaskip um heim allan. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands, segir að miklar breytingar hafi átt sér stað innan þjónustunnar undan- farin ár og að mikilvægt sé að hafa þær breytingar í huga í ljósi þess hve mikilvægur iðnaðurinn er nú orðinn fyrir margar smærri hafnir á Íslandi. Á milli 15 til 20 hafnir fá skemmtiferðaskip til sín árlega og eru komur þeirra farnar að skipta bæði hafnarsjóði og sveitarsjóði gríðarlega miklu máli. „Mörg af þessum „leiðinlegu“ skipum með óhagstæðum vélum voru tekin og rifin í heimsfaraldr- inum. Þannig að eftir standa ný skip með umhverfisvænni vélum sem eyða minna. Nýjustu skipin eru til dæmis öðruvísi í laginu og eru gerð þannig að þau kljúfi öldurnar betur sem kallar á minni orku. Ég get alveg lofað þér því að það vill ekkert skipafélag fá á sig stimpil fyrir að vera einhver meng- ungarsóði.“ Pétur segir einnig að faraldurinn hafi ýtt við þróun sem var þegar byrjuð og eru velflest skip nú komin með hreinsibúnað sem hreinsar útblásturinn um allt að 98 prósent. Þar að auki hafa mörg skip einnig möguleika á að nota aðra umhverf- isvænni orkugjafa. „Hvort sem við erum að tala um skip, bíl eða flug. Þetta mengar allt saman. Okkur finnst samt eins og fólk sé að tala þennan iðnað niður út af einhverri ímyndaðri sam- keppni. Fram til þessa hafa farþegar skemmtiferðaskipa bara verið sex til átta prósent af heildarferða- mönnum sem koma til landsins.“ Umhverfisstofnun staðfestir í samtali við Fréttablaðið að brenni- steinsmagnið sem stofnunin mælir í útblæstri frá skemmtiferðaskipum sé undir einu prósenti og jafnframt er tekið undir að margar jákvæðar breytingar hafi átt sér stað undan- farin ár. Ingvar Örn Ingvarsson, talsmaður Cruise Iceland, telur að sú neikvæða umræða um skemmtiferðaskip sem eigi sér stað samsvari náttúrulegri þróun ferðaþjónustunnar í litlu landi eins og Íslandi. „Upphafið á þessu öllu saman er þegar fólk hefur einhverjar fyrir- framgefnar hugmyndir um það hvernig hlutirnir eru og þekkir ekki hvernig þeir eru raunverulega, það er einmitt það sem veldur for- dómum. Í landi eins og á Íslandi þar Helmingur tekna frá skemmtiferðaskipum Skemmtiferðaskip skiluðu meðal annars 500 milljónir króna í hafnartekjur fyrir Akureyrarbæ. fréttablaðið/sigtryggur ari Kaup, sala og samruni fyrirtækja. • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík www.kontakt.is Kaup, sala og samruni fyrirtækja • Verðmat • Ráðgjöf og undirbúningur fyrir sölumeðferðir • Milliganga um fjármögnun • Samningagerð sem ferðaþjónustan er tiltölulega ný af nálinni þá kemur alltaf eitthvað nýtt inn eins og skemmtiferðaskip og því fylgja fordómar alveg eins og það voru fordómar gagnvart bak- pokaferðamönnum og lággjalda- flugfélögum á sínum tíma.“ Ingvar segir það einnig vera mis- skilning að farþegar skemmtiferða- skipa eyði litlu í landinu. Hann segir stóran hluta ferðamanna skemmti- ferðaskipa vera verðmæta ferða- menn, frekar en ódýra ferðamenn og að miklu sé eytt þrátt fyrir fyrir- framgreidda fæðu og gistingu. „Íslendingar fara til dæmis til Tenerife í massavís og eru oft í fullu fæði á hótelinu, en það eru ekki margir sem borða bara hótelmat- inn. Fólk fer út og gerir aðra hluti en að borða bara þrjár máltíðir uppi á hóteli alla daga.“ Sigurður Jökull Ólafsson, mark- aðsstjóri Faxaf lóahafna, segir að farþegum skemmtiferðaskipa megi í raun skipta í tvennt. Í fyrsta lagi eru þeir sem skilgreinast undir almenna viðkomu og annars vegar skiptifar- þegar. Það eru þeir farþegar sem hefja eða ljúka siglingu í höfn, fljúga til og frá landinu og dvelja einhverja daga í landi með tilheyrandi eyðslu fyrir eða eftir skemmtisiglinguna. Hann segir að tölur frá Kaupmanna- höfn og Stokkhólmi sýni að slíkir skiptifarþegar skilji eftir sig þrisvar sinnum meira í landi. „Í ár til dæmis þá áætlum við að um 84 þúsund farþegar sem koma til Reykjavíkur verði skiptifarþegar. Stefnt er að því að rannsaka eyðslu slíkra farþega betur hér á landi, svo hægt verði að hafa raunhæfan samanburð við aðra ferðamenn.“ Spurður um þann mikla fjölda ferðamanna sem koma með hverju skipi inn í lítil bæjarfélög segir Sig- urður það undir hverju sveitarfélagi fyrir sig að áætla þolmörk gagnvart ferðamönnum. Hann bendir hins vegar á að gestir skemmtiferðaskipa sem koma til Íslands óski heldur ekki eftir að það sé farið yfir þau mörk sem hvert svæði þolir. „Fyrir hafnir eins og Ísafjörð, Akureyri, Seyðisfjörð og svo fram- vegis þá skipta komur skemmti- ferðaskipa gríðarlega miklu máli – enda standa komur skemmtiferða- skipa oft undir meira en 50 pró- sentum af tekjum þeirra hafna. Þar sem sveitarfélögin í kringum hverja höfn eru eigendur hafnanna, nýtur samfélagið í kringum hverja höfn góðs af því. Skipin hafa einnig verið kær- komin viðbót á þeim svæðum þar sem gistirými er takmarkað,“ segir Sigurður. n Fréttablaðið markaðurinn 98. mars 2023 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.