Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 10
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is halldór Frá degi til dags Ráðherrar svara ekki spurn- ingum sem fyrir þá eru lagðar. „Hvers vegna eruð þið í NATO, án þess að eiga svo mikið sem einn skrið- dreka eða kafbát?“ Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræði­ prófessor við Háskóla Íslands, sagði við Fréttablaðið.is fyrir ellefu mán­ uðum að hann teldi mikilvægt að „við byrjum að vinna heimavinnuna okkar og við byrjum að móta okkur þá stefnu hvernig við myndum helst vilja sjá vörnum Íslands fyrirkomið.“ Ekki hefur farið mikið fyrir þessari heima­ vinnu síðan þá en vandræðalegt andvaraleysi ríkisstjórnarinnar í varnarmálum þarf þó ekki að koma á óvart þar sem henni virðist hafa verið klastrað saman með þriggja þátta tonna­ taki almenns aðgerða­, áhuga­ og prinsipp­ leysis. Baldur ýfði síðan fjaðrir íslenskra friðardúfna þegar hann sagðist telja „mikilvægt fyrir okkur að vera með litla fasta öryggissveit“. Arnór Sigurjónsson heggur dýpra í sama knérunn um helgina og kastaði sprengju með bókinni Íslenskur her. Hugmynd Arnórs hefur að vísu fallið, nánast þverpólitískt, í vægast sagt grýttan jarðveg þjóðar sem stærir sig, á tyllidögum jafnt sem virkum, af herleysi sínu og djúpstæðri friðarást. Það breytir því þó ekki að ógnirnar eru víða og leynast ekki. Stríð geisar í Evrópu og kínverskir njósnabelgir sveima yfir himnum norðurskauts og netheima án þess þó að íslensk yfirvöld sjái neitt nema grín og glens á TikTok. Og hver á að verja eftirsóttar lindir landsins, sem vel þjálfuð sveit málaliða gæti sjálfsagt yfirtekið á eins og einu eftirmiðdegi, þegar vatnið leysir olíuna af hólmi sem eftirsóttasti vökvi veraldar síðar á þessari öld? Þúsund manna íslenskur her væri þá lítils megnugur, jafnvel þótt hann hefði sérsveit ríkislögreglustjóra og umferðarlögguna sér til fulltingis. Eina raunverulega gagnið sem fólgið er í hugmyndinni um íslenskan her er að hún kveikir hressilega umræðu sem vekur almenn­ ari áhuga á varnarmálum. Annars er íslenskur her ekkert annað en svo góður brandari að enn bergmálar hlátur Vladimirs Zjirinovskij, hins nú dauða leið­ toga þjóðernissinna í Rússlandi, sem brást við íslenskum belgingi Jóns Baldvins Hannibals­ sonar, þá utanríkisráðherra, fyrir 30 árum þegar Ísland varð fyrst til að viðurkenna á ný sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna: „Hvers vegna eruð þið í NATO, án þess að eiga svo mikið sem einn skriðdreka eða kafbát? Til hvers að vera í NATO? NATO bjargar ykkur aldrei. Með nokkrum tundurskeytum og loftá­ rás er eyjan ykkar búin að vera.“ Eigum við að ræða þetta eitthvað? n Skriðdrekalausi brandarinn Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is gar@frettabladid.is Nafnahringl Hótelin á Íslandi heita ýmsum nöfnum. Sumum hótelum nægir ekki aðeins eitt nafn því loksins þegar maður er búinn að ná að leggja nafnið á minnið þá er gamla nafnið fyrir bí og nýtt smartara komið utan á húsið. Dæmi um þetta er hótelið sem um skeið hét Reykjavík Natura og hvílir við rætur Öskjuhlíðar. Eftir eigendaskipti var nafn­ inu breytt í Reykjavik Natura – Berjaya Iceland Hotels. Þar funduðu Samtök sparifjáreig­ enda í gær. Til að vera viss um að fundargestir rötuðu á staðinn auglýstu samtökin innan sviga að fundurinn yrði á Hótel Loft­ leiðum – sem er náttúrlega hið upphaflega, eðlilega og eina rétta nafn. Flotinn ósigrandi Nú er komið á daginn að ófært verður í tónleikasal einn í Liver­ pool í maí einmitt þegar hið verðandi íslenska sigurlag verður flutt í Eurovision. Svo rammt kveður að þessu að fjölskyldan hennar Diljár sem keppir í hinni ensku hafnarborg eygir ekki von um að komast í salinn. En lausnin er þó til. Við sendum öll okkar fley af stað; Norrænu, Viðeyjar­ ferjuna, Breiðafjarðarferjuna, Herjólf, hvalveiðibátana, alla hafnsögubátana og varðskipin full af glimmerliði, gerum áhlaup á Eurovisionsalinn, náum sætum á fremsta bekk og hefnum í leiðinni fyrir gömul landhelgis­ brot Breta. n Eitt af grundvallarhlutverkum Alþingis er að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu, það er ráðherrum og stjórnsýslunni. Þingmönnum ber að rækja hlut­ verk sitt samkvæmt bestu sannfæringu og þá skiptir máli að almannahagsmunir ráði ákvörðunum þeirra en ekki hagsmunir stjórnmálaflokka eða líf ríkis­ stjórnar. Þingmenn hafa ýmis tæki til að rækja sínar eftir­ litsskyldur, þeir geta beðið ráðherra um skýrslur, óskað stjórnsýsluúttektar frá Ríkisendurskoðun eða lagt fram fyrirspurnir til ráðherra. Þá óska þingmenn margvíslegra upplýsinga í nefndum þingsins frá sér­ fræðingum og hagaðilum. Því miður hefur það orðið æ algengara í seinni tíð að stjórnarliðar á Alþingi beita meirihlutavaldi sínu gegn því að mál séu rannsökuð með fullnægjandi hætti. Ráðherrar svara ekki spurningum sem fyrir þá eru lagðar, meirihluti í nefndum greiðir atkvæði um lok rannsóknar mála þrátt fyrir að fulltrúar stjórnar­ andstöðu hafi óskað frekari upplýsinga. En Alþingi getur líka sett á laggirnar rannsóknar­ nefnd á vegum Alþingis en slík nefnd hefur mun meiri heimildir en aðrir tiltækir til að knýja á um afhendingu gagna, hvort sem um er að ræða Alþingi, Ríkisendurskoðun eða Umboðsmann Alþingis. Hefur það ítrekað gerst að ríkisendurskoðandi hafi greint svo frá að hann hafi ekki fengið umbeðin gögn frá stjórnvaldi og var til dæmis um það að ræða hjá settum ríkisendurskoðanda við skoðun hans á sölu eigna Lindarhvols, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Sagði hann nýverið fyrir dómi að erfiðlega hefði gengið að fá umbeðin gögn afhent. Því miður hefur meirihluti þings á undanförnum árum einnig hafnað því að skipuð sé rannsóknarnefnd vegna sölu á almenningseignum. Leyndarhyggja stjórnarflokkanna hefur nú náð hámarki með atkvæðagreiðslu í þinginu í vikunni gegn því að almenningur fengi að vita hvað settur ríkisendurskoðandi komst á snoðir um. Almenningur má ekki vita hvernig farið er með almannaeigur og við það eigum við að búa. n Eftirlitshlutverk Alþingis Helga Vala Helgadóttir þingmaður Sam- fylkingarinnar 10 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 8. mARS 2023 MIðVIkuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.