Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 11
Aðild
Íslands að
Atlants-
hafsbanda-
laginu og
tvíhliða
varnar-
samningur
við Banda-
ríkin eru
mikilvægir
þættir í
vörnum
landsins
en virkjun
þeirra
er háð
ákvörð-
unum
annarra
en okkar
sjálfra.
Það eru nokkrir dagar liðnir síðan
bók mín Íslenskur her, breyttur
heimur nýr veruleiki kom út.
Markmið bókarinnar er að vekja
umræðu um stöðu íslensk ra
öryggis- og varnarmála í ljósi þess
að grimmilegt stríð stendur yfir í
Úkraínu í kjölfar innrásar Rússa í
landið 24. febrúar sl. þar sem marg-
ir hafa fallið og milljónir manna
eru á f lótta eða vergangi.
Framkvæmdastjóri Atlantshafs-
bandalagsins kallar þetta innrásar-
stríð Rússa alvarlegustu öryggisógn
sem Evrópu hefur staðið frammi
fyrir frá lokum seinni heims-
styrjaldar og að hætta sé á að þessi
átök geti breiðst út fyrir landamæri
Úkraínu og til álfunnar allrar.
Viðbrögð allra aðildarþjóða Atl-
antshafsbandalagsins, að Íslandi
undanskildu, hafa verið að ef la
eigin varnir samanber ákvörðun
Finna og Svía að sækja um aðild
að bandalaginu. Engin veit hversu
lengi þessi stríðsátök eiga eftir að
standa yfir eða hvernig þeim mun
ljúka, en allar Evrópuþjóðirnar
gera sér grein fyrir því að öryggi
Evrópu er í hættu og það ástand
mun vara lengi.
Fyrstu viðbrögð þeirra stjórn-
málamanna sem hafa tjáð sig um
bókina eru fyrirsjáanleg og bera
þess vott að þeir hafa ekki kynnt
sér efni hennar né heldur reyna
þeir að svara eftirfarandi grund-
vallarspurningu: Hvernig ætla
íslensk stjórnvöld að tryggja varnir
hernaðarlegra mikilvægra innviða
ef landið verður fyrir óvæntri og
fyrirvaralausri árás þannig að
liðsauki eða aðstoð frá bandalags-
þjóðum komist á áfangastað í ljósi
þess að Ísland er herlaus þjóð?
Í bókinni er lagt til að stofn-
aður verði íslenskur her, varalið
og varnarmálaráðuneyti auk þess
sem Alþingi starfræki sérstaka
hermálanefnd sem komi að stefnu-
mótun og fjárlagagerð íslenskra
öryggis- og varnarmála.
Herinn yrði uppspretta faglegrar
þekkingar og kunnáttu sem okkur
skortir í dag jafnframt því að vera
verkfæri í verkfærakistu stjórn-
valda sem grípa má til fyrirvara-
laust ef landið verður fyrir óvæntri
árás eða náttúruhamförum, sem
innlendar björgunarsveitir ráða
ekki við. Þannig tækju Íslendingar
eigin varnir föstum tökum með
virkri þátttöku og fjárframlögum
líkt og aðrar smáþjóðir hafa gert í
stað þess að leggja allt sitt traust á
að aðrar þjóðir verji íslenskt full-
veldi og sjálfstæði.
Er það ekki verðugt verkefni að
gera Ísland að trúverðugum sam-
starfsaðila í varnarsamstarfi vest-
rænna ríkja sem er forsenda þess að
bandalagsríki komi Íslandi til varn-
ar á íslenskum forsendum? Aðild
Íslands að Atlantshafsbandalaginu
og tvíhliða varnarsamningur við
Bandaríkin eru mikilvægir þættir í
vörnum landsins en virkjun þeirra er
háð ákvörðunum annarra en okkar
sjálfra. Og það getur tekið tíma.
Ísland hefur bæði mannaf la og
fjárhagslega burði til að reka eigin
her. Fjárframlög til varnartengdra
verkefna árið 2022 námu um
0.088% af vergri landsframleiðslu.
Á sama tíma eru Eystrasalts-
þjóðirnar að eyða 2% af vergri
landsframleiðslu og gott betur í
eigin varnir, enda yfirlýst mark-
mið Atlantshafsbandalagsins að
allar aðildarþjóðirnar, að Íslandi
undanskildu, nái þessum áfanga
eigi síðar en árið 2024. Ísland, sem
við viljum alltaf bera saman við
helstu nágranna, stendur alveg
utangarðs hvað þetta varðar af því
að einhverjir aðrir eiga að sjá um
öryggi- og varnir landsins!
Sumir af þeim sem hafa tjáð sig
um bókina hafa haldið því fram
að landinu stafi engin ógn af þeim
atburðum sem eiga sér stað í Úkra-
ínu. Ég bendi hins vegar á að ef þessi
átök breiðast út fyrir landamæri
Úkraínu verður allt Norður-Atl-
antshafið og þar með talið Ísland
hugsanlegt skotmark, m.a. vegna
liðs- og birgðaflutninga frá Norður-
Ameríku og Kanada til Evrópu.
Því hefur einnig verið haldið fram
að ef á þarf að halda séu Sérsveit
ríkislögreglustjóra, lögregla, land-
helgisgæsla, tollverðir og björgunar-
sveitir til taks til að taka til varna.
Hér er verið að bera saman epli og
appelsínur. Sérsveitin, sem hefur
staðið sig vel í sínu hlutverki, er
fámenn og hefur takmarkaða getu
til þess að verjast öflugri árás.
Hinar löggæslustofnanirnar sem
hafa verið fjársveltar og undir-
mannaðar í gegnum árin hafa
hvorki búnað, þjálfun né getu til að
verjast fyrirvaralausum og óvænt-
um árásum. Ekki frekar en björg-
unarsveitir eða tollverðir!
Ummælin sý na hins vegar
á hvaða eyðimerkurgöngu við
Íslendingar erum þegar kemur að
umræðu um öryggi og varnir lands
og þjóðar. n
Eyðimerkurganga íslenskra landvarna
Arnór
Sigurjónsson
varnarmálasér-
fræðingur og höf-
undur bókarinnar
Íslenskur her
Er fátækt náttúrulögmál? Svo
mætti halda miðað við þær upp-
lýsingar sem finna má í skýrslu
Evrópuhóps Barnaheilla – Save the
Children um fjölda barna sem eiga
á hættu að búa við fátækt og félags-
lega einangrun í Evrópu.
Fjórða hvert barn í Evrópu elst
upp í fátækt og hefur það lítið
breyst undanfarin ár og virðist þeim
börnum nú frekar vera að fjölga.
Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu
Evrópuhópsins Tryggjum framtíð
barna; Hvernig Covid 19, aukin
framfærslubyrði og loftslagsbreyt-
ingar hafa áhrif á börn sem alast
upp í fátækt og hvað ríkisstjórnir í
Evrópu þurfa að gera.
Samkvæmt skýrslunni eiga um
10.000 börn á Íslandi á hættu að búa
við fátækt og félagslega einangrun
eða 13,1% barna á landinu. Þetta
hefur lítið breyst á liðnum áratug og
því má velta fyrir sér hvort fátækt sé
náttúrulögmál sem ekki er hægt að
breyta. Svarið við því er nei. Fátækt
er ákvörðun samfélagsins sem er
hægt að útrýma eins og annarri
vá. Samkvæmt heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna sem íslensk
stjórnvöld samþykktu skal vera
búið að fækka þeim sem búa við
fátækt um helming, samkvæmt skil-
greiningu í hverju landi, fyrir árið
2030. Vandinn er sá að á Íslandi er
engin opinber skilgreining á fátækt
né áætlun hvernig á að uppræta eða
minnka fátækt.
Nú er skammur tími til stefnu og
skora Barnaheill – Save the Child-
ren á Íslandi á stjórnvöld að marka
stefnu og gera áætlun um að upp-
ræta fátækt meðal barna fyrir árið
2030. Ekkert barn á að þurfa að alast
upp við fátækt, hún rænir börnum
tækifærum, vonum og draumum.
Fátækt mismunar börnum um lífs-
ins gæði, heilsu og menntun. Barn
sem elst upp við fátækt er jafnframt
líklegra að búa við fátækt sem full-
orðinn einstaklingur.
Tökum höndum saman og búum
til samfélag án fátæktar. Skrifaðu
undir áskorun Barnaheilla – Save
the Children á Íslandi. n
Fátækt náttúrulögmál
Margrét Júlía
Rafnsdóttir
verkefnastjóri inn-
lendra verkefna
hjá Barnaheillum –
Save the Children
á Íslandi
Fjórða hvert barn
í Evrópu elst upp í
fátækt og hefur það
lítið breyst undan-
farin ár og virðist þeim
börnum nú frekar
vera að fjölga.
18 gr ískubbar
Sýningarsalur
Draghálsi 4 -
Sími: 535 1300 -
verslun@verslun.is TA
K
T
IK
5
7
6
7
#
Klakavélar
mikið úrval
Fréttablaðið skoðun 118. mars 2023
MIðVIkuDAGuR