Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 36
1
Elon Musk:
Óvinur Íslands
númer
Elon Musk stimplaði sig inn í gær sem óvinur íslensku þjóðar-
innar númer eitt með fólskulegum fúkyrðum sem hann jós yfir
mann ársins 2022, Harald Þorleifsson, á samfélagsmiðlinum
Twitter. Harald Þorleifsson! Okkar eina sanna, einn vinsælasta
mann Íslands og Elon „vondi“ Musk augljóslega orðinn óvinur
Íslands númer eitt. Fréttablaðið rifjar upp aðra fjandmenn
þjóðarinnar – sem sumum hefur aldrei verið fyrirgefið.
odduraevar@frettabladid.is
benediktboas@frettabladid.is
Elon Musk
Þú ræðst ekki á mann ársins á Twitter,
gerir lítið úr vinnuframlagi hans og gerir
grín að veikindum hans. Haraldur Þor-
leifsson ákvað að greiða skatta á Íslandi
og hefur bætt aðgengi og líf þúsunda á
landinu undanfarin þrjú ár. Ef þú ræðst á
okkar besta mann, þá ræðstu á okkur öll.
Staffan „Faxi“ Olsson
Sænski handbolta-
púkinn með síða hárið
gerði Íslendingum lífið
leitt þegar hann lék með
sænska handboltalands-
liðinu á níunda og tíunda
áratugnum svo að til varð
Svíagrýlan alræmda. Faxi
gerði sér svo lítið fyrir og
glotti ítrekað og lék sér að
því að pirra áhorfendur í
landsleik Íslands og Sví-
þjóðar í Laugardalshöll,
líkt og rifjað var upp í tölu-
blaði Eintaks árið 1994 þar
sem Staffan var nefndur
meðal helstu fjandvina
þjóðarinnar.
Pamela Anderson
„Ísland er ein af fjórum hræði-
legum þjóðum sem eru enn
að stæra sig af að drepa hvali.
Atkvæðið þeirra kom mér lítið
á óvart,“ sagði ofurstjarnan og
dýravinurinn Pamela Anderson
í samtali við Fréttablaðið árið
2016.
Tillaga um griðasvæði fyrir
hvali í Suður-Atlantshafi var
felld í Alþjóðahvalveiðiráðinu í
október. Pamela er talsmaður
hvala og og situr í stjórn Sea
Sheperd og lagði til að Ísland
yrði beitt viðskipta- og efna-
hagsþvingunum fyrir sínar
ólöglegu veiðar. Þá sendi hún
Vladímír Pútín Rússlands-
forseta persónulega beiðni
um að stöðva för skips með
langreyðakjöt frá Íslandi. Hún
lýsti jafnframt yfir ánægju með
hryðjuverkaaðgerðir samtak-
anna á Íslandi árið 1986.
Gordon Brown
Um hríð virtist eins og Ís-
lendingar væru orðnir óvinir
heimsins númer eitt þegar
breska ríkisstjórnin, leidd af
Gordon Brown, ákvað að setja
hryðjuverkalög til að frysta
eignir íslenskra banka í Bret-
landi þann 8. október árið
2008. Brown, sem svo að sjálf-
sögðu skíttapaði í kosningum
2010 gegn David Cameron,
varð umsvifalaust einn helsti
andstæðingur Íslands. Upp úr
spratt Inde fense- hópurinn og
herferðin „Mr. Brown, do I look
like a terrorist?“ fór á flug.
Paul Watson
Paul Watson og félagar í umhverfis-
samtökunum Sea Shepherd frömdu
það eina sem eiginlega mætti kalla
hryðjuverk hérlendis árið 1986, þegar
þeir sökktu tveimur hvalveiðibátum í
Reykjavíkurhöfn. Íslenska þjóðin varð
æf í kjölfarið og Watson að fjandmanni
allra, enda sérstök niðurlæging fólgin í
því að botnlokur hefðu einfaldlega verið
skrúfaðar úr bátunum og þeim sökkt.
Watson hefur svo endurtekið mætt til Ís-
lands og stráð salti í sárin, meðal annars
2006 þegar hann líkti landinu við Norður-
Kóreu. Ekki í lagi.
Viktor Kortsnoj
Ótrúleg hegðun hans við
skákborðið 1988 gerði
íslensku þjóðina hopp-
andi reiða en Kortsnoj blés
sígarettureyk framan í Jóhann
Hjartarson í einvígi í Kanada.
Þjóðin, sem þá var skákóð,
fokreiddist. Jóhann hafði
unnið hug og hjörtu lands-
manna með rólegu fasi sínu
en Kortsnoj stimplaði sig inn
sem fjandmaður þjóðarinnar.
Jóhann vann sigur í einvíg-
inu, 4½–3½ eftir bráðabana
við mikinn fögnuð Íslendinga.
Vladimir Volfovits
Zjirinovskij
Margir hafa gleymt því en
rússneski þjóðernissinninn
Vladimir Zjirinovskij gaf
lítið fyrir það árið 1991 þegar
Ísland varð fyrsta landið til
þess að viðurkenna sjálf-
stæði Eystrasaltsríkjanna.
Hann sagði að Íslendingar
væru smáþjóð sem ætti að
vera hlutlaus og eiga í góðum
samskiptum við Rússland.
„Hvers vegna eruð þið í NATO,
án þess að eiga svo mikið sem
einn skriðdreka eða kafbát?“
spurði Zjirinovskij og hló áður
en hann spurði aftur hver
tilgangurinn væri með því að
vera í NATO. „NATO bjargar
ykkur aldrei. Með nokkrum
tundurskeytum og loft árásum
er eyjan ykkar búin að vera.“
20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 8. MARs 2023
MiðViKUDAGUR