Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 34
Lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskiptaráð auglýsir eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf lögfræðings ráðsins. Starfið krefst frumkvæðis og hæfileika til að laga sig að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Gerð umsagna um lagafrumvörp Seta í nefndum og ráðum fyrir hönd ráðsins Lögfræðileg ráðgjöf Umsjón útgáfu á sviði stjórnarhátta fyrirtækja Umsjón með Gerðardómi Viðskiptaráðs Aðstoð við greiningarvinnu ráðsins Aðkoma að alþjóðlegu samstarfi Önnur tilfallandi dagleg skrifstofustörf Helstu verkefni Embættispróf eða grunn- og meistarapróf í lögfræði Viðeigandi starfsreynsla Grunnþekking á efnahagsmálum og atvinnulífi Góð greiningar- og aðlögunarhæfni Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku Framúrskarandi hæfni í teymisvinnu og mannlegum samskiptum Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum Menntunar- og hæfniskröfur Umsóknir sendist á starfsumsokn@vi.is fyrir 1. apríl 2023. Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, svanhildurholm@vi.is, sími: 510-7100. Verkefnastjóri umbóta hjá Vegagerðinni Vilt þú leiða nýja nálgun verkefnastjórnunar? Sótt er um laus störf á heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is Vegagerðin auglýsir eftir verkefnastjóra umbóta. Um nýtt starf er að ræða og því einstakt tækifæri til þess að koma að mótun og þróun á því. Verkefnið er að innleiða breytingar á aðferðarfræði verkefnastjórnunar og leiða uppsetningu og notkun á verkefnastjórnunarkerfi í allri starfsemi Vegagerðarinnar sem er stærsta framkvæmdastofnun ríkisins. Byggt er á undirbúningsvinnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. Starfið tilheyrir deild stafrænna innviða og ferla, sem heyrir beint undir forstjóra Vegagerðarinnar. Starfssvið Viðkomandi mun leiða umbótaverkefni í faglegri verkefnastjórnun í teymisvinnu þvert á Vegagerðina. Starfið felur í sér umsjón með innleiðingu og þjálfun starfsmanna í framtíðar verkefnastjórnunarumhverfi Vegagerðarinnar, ásamt öðrum stærri umbótaverkefnum innan Vegagerðarinnar. Menntunar- og hæfniskröfur → Háskólanám sem nýtist í starfi → Vottun í verkefnastjórnun MPM eða sambærilegu námi er kostur → Reynsla af verkefnastjórnun skilyrði → Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum → Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu → Lausnamiðuð hugsun, frumkvæði og faglegur metnaður → Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi → Góð íslensku- og enskukunnátta Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdarstofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björgvin Brynjólfsson (bjorgvin.brynjolfsson@vegagerdin.is ) forstöðumaður stafrænna innviða og ferla. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2023. Tveir hjúkrunarfræðingar á skurðstofu 60-100% starf Leitum að tveimur einstaklingum með íslenskt hjúkrunarleyfi og reynslu. Leyfi í skurðhjúkrun æskilegt. Önnur staðan er stjórnunarstaða með yfirumsjón með skipulagi og verkefnum á skurðstofunum. Verksvið er vinna og skipulag á skurðstofum, innkaup, gæðastarf og eftirlit. Samskipti við sjúklinga og leiðbeining. Æskileg er góð tölvukunnátta (word/excel), frumkvæði, forystu- og samskiptahæfni, stundvísi og faglegur metnaður. Upplýsingar veitir Stefán E. Matthíasson framkvæmdastjóri sem tekur við umsóknum með náms- og starfsferilsskrá auk meðmælenda, rafrænt á stefan@laekning.is, eða í síma 696 7585. Starfskjör eru samningsatriði en grundvallast á samningi SA og viðkomandi stéttarfélags. Skurðstofan ehf hóf starfsemi árið 1996. Þar eru gerðar dagskurð aðgerðir í almennum-, æða-, lýta- fegrunar-, bæklunar- og kvensjúkdómaskurðlækningum. Frá stofnun rúmlega 50000 aðgerðir. Alger endurnýjun tækja og búnaðar hefur átt sér stað undanfarið. Skurðstofan er lítið fyrirtæki með samheldnum hópi starfsmanna þar sem lögð er áhersla á góða þjónustu og gæði. Vinnutími er að öllu jöfnu frá kl 8-16 virka daga. Lágmúla 5, 108 Reykjavík. S. 590 9213. Leitum að öflugum liðsauka Um sóknar frestur er til 25.03. 2023. HH RÁÐGJÖF www.hhr.is Sími: 561 5900 - hhr@hhr.is ERT ÞÚ Í ATVINNULEIT? FJÖLDI STARFA Í BOÐI Atvinnuappið einfaldar atvinnuleitina ATVINNUAPPIÐ – HH RÁÐGJÖF 18 ATVINNUBLAÐIÐ 8. mars 2023 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.