Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 19
Seinkun á frum- sýningu VW Trinity er líkleg og ástæðan vandamál með hug- búnað eins og áður. ID.2 verður líklega bæði hlaðbakur og blendingsbíll. njall@frettabladid.is Það er ekkert sérlega vel geymt leyndarmál að Volkswagen sé að hanna grunngerð rafbíls sem taka á við af VW Polo. Bíllinn er kallaður ID.2 og verður líklega bæði seldur sem lítill hlaðbakur og einnig sem blendingsbíll. Einnig gæti fjórhjóladrifin R-útgáfa verið í kortunum með allt að 300 hestafla rafmótorum. R-deild VW er að vinna að nokkrum rafdrifnum R- útgáfum en stefnan er að þær verði allar rafdrifnar árið 2030. Volkswagen seldi yfir 300.000 rafbíla á síðasta ári þar sem lunginn úr sölunni var ID.4 og ID.5 sem seldust í 193.200 ein- tökum. VW ID.2 yrði aðeins fyrir Evrópumarkað til að byrja með en hugsanlega einnig seldur í Asíu, en ID.3 hefur verið þar á markaði síðan haustið 2021. n VW ID.2 líklegur á markað árið 2025 Allt að 300 hestafla R-út- gáfa gæti einnig komið í nýjum ID.2. MYND/AUTOCAR njall@frettabladid.is Von er á fyrstu 100% rafútgáfu Mini Countryman þegar framleiðsla á nýjum Countryman hefst seinna á þessu ári. Bíllinn verður fram- leiddur í verksmiðju BMW í Leipzig og verður byggður á sama FAAR- grunni og BMW 1-línan. Komnar eru fyrstu myndir af bílnum frá framleiðandanum sem sýna bílinn í lítils háttar felu- búningi. Þar sést vel að hann heldur í Mini-form eins og fljótandi þak og kringlótt aðalljós. Nýr Countryman mun stækka nokkuð og verða næst- um 4,5 metrar að lengd. Ef bíllinn fær sömu rafmótora og iX1 getur öflugasta útgáfan farið í 309 hestöfl en þá er bíllinn um sex sekúndur í hundraðið. Sá bíll er með 450 kíló- metra drægi með 65 kWst rafhlöðu og búast má við mjög svipuðum tölum í Countryman. n Mini Countryman mun koma með allt að 450 kílómetra drægi Þar sem Mini Countryman stækkar nokkuð gæti verið pláss fyrir minni jepp- ling frá merkinu í framtíðinni. MYND/MINI njall@frettabladid.is Volkswagen tilkynnti upphaflega að Trinity-rafbíllinn sem er næsta kynslóð rafbíla, yrði frumsýndur árið 2026. Nýjustu fréttir benda þó til þess að þeim áformum gæti seinkað nokkuð eða allt til ársins 2030. VW Trinity verður fyrsti bíll merkisins sem byggður verður á skalanlegum undirvagni sem kallast SSP og mun hafa allt að 700 kílómetra drægi. Mikið hefur verið spáð í útlit bílsins en Volkswagen hefur aðeins látið frá sér útlínu- myndir af honum. Margir hafa reynt sig við að tölvugera myndir af honum og gera má ráð fyrir að bíllinn verði svipaður að stærð og VW ID.4. Framendinn verður þó hvassari og þakið meira kúpulaga og mun enda í lítilli vindskeið aftan á bílnum. Aðalljósin verða mun þynnri en við höfum áður séð hjá framleiðandanum og milli þeirra verður ljósalína. Framljósin tengjast línu á hlið bílsins sem mun ná aftur með honum og alveg yfir afturdekkin. Talið er að þessi frestun geti verið vegna vanda- mála með hugbúnað en það er ekki í fyrsta skipti sem það hefur áhrif á frumsýningu rafbíla frá VW Group. n Volkswagen Trinity seinkað til ársins 2030 Volkswagen Trinity gæti verið langt undan og jafnvel seinkað allt til 2030. BÍLABLAÐIÐ 5MIÐVIKUDAGUR 8. mars 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.