Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RitstjóRn ritstjorn@frettabladid.is AuglýsingAdeild auglysingar@frettabladid.is PRentun & dReifing Torg ehf. 2022 - 2025 Ég er nýkomin heim eftir afar lær- dómsríka ferð til Úganda. Ferðin var allt í senn; ævintýraleg, óhuggu- leg, stórkostleg, sorgleg, mögnuð, bugandi … öll lýsingarorðin duga skammt. Það fór fyrir mér eins og flestum sem heimsækja Afríku – hún situr í manni og maður er ekki samur eftir ferðalag til þessarar ótrúlegu álfu. Ég ferðaðist um landið, skoðaði ótrúlega fallega náttúru og maka- laust dýralíf í landi sem hefur varla heyrt um „uppbyggingu innviða“. Allt slíkt fé rennur meira og minna í gríðarlega spillingarhít stjórnmála- fólks sem hirðir helst hvern skilding en aldeilis ekki um skömm og hvað þá heiður. Ég hitti fólk úr flestum lögum samfélagsins – frá vel stæðu embættisfólki til þeirra sem draga fram lífið á tæpum 300 krónum á mánuði. Hvernig það er hægt er mér óskiljanlegt en vinnusemi, sérstaklega kvenna, var áberandi, þrátt fyrir 80% atvinnuleysi. Eitt átti allt þetta fólk þó sameiginlegt og til skiptanna; góðmennsku, velvild og elskulegheit. Fólk virðist helst nálgast náungann eins og að honum gangi gott eitt til, tortryggni og fordómar eru ekki í forgrunni samskipta. Það leiddi huga minn að því hvað sé fátækt – efnisleg fátækt er auðvitað „relative“ og verður aldrei skilin úr samhengi við það sam- félag sem hún fær að þrífast í. Hún er óþolandi óréttlæti, sérstaklega í samfélagi sem okkar þar sem nóg er til og meira frammi. Við þurfum hins vegar að huga að andlegri fátækt hjá okkur sem lýsir sér helst í illmælgi í garð náungans, sleggjudómum um fólk sem við þekkjum ekki og almennum leiðindum. Þetta kostar ekkert. Bætum okkur! n Fátækt bakþankar | Önnu Sigrúnar Baldursdóttur Vatnagörðum 14 104 Reykjavík litrof@litrof.is 563 6000 litrof.is UMHVERFISVÆN PRENTUN HH RÁÐGJÖF www.hhr.is Sími: 561 5900 hhr@hhr.is ERT ÞÚ Í ATVINNULEIT? FJÖLDI STARFA Í BOÐI Atvinnuappið einfaldar atvinnuleitina ATVINNUAPPIÐ – HH RÁÐGJÖF

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.