Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 08.03.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 8. mars 2023 Nærandi fyrir líkama og sál Utanvega- og fjallahlaup hafa skipað stóran sess í lífi Kjartans Long frá árinu 2015. Þar er auðvelt að njóta í stað þess að þjóta og upplifa landslagið með bros á vör. Stærsta áskorun hans í ár er stóra þríþrautarkeppnin í Hamborg í Þýskalandi í byrjun júní. 2 Hayden Panettiere syrgir nú yngri bróður sinn sem lést í febrúar. thordisg@frettabladid.is Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere (33) snýr aftur á hvíta tjaldið í hrollvekjunni Scream VI sem frumsýnd verður 10. mars. Þar verður hún í hlutverki Kirby Reed sem hún lék síðast í Scream- seríunni árið 2011. Hayden lék nær óslitið í sjón- varpi sem barn og unglingur. Hún tók við aðalhlutverki í sjónvarps- þáttunum Nashville árið 2012 en þegar framleiðslu þeirra lauk 2018 dró hún sig í hlé frá sviðsljósinu. „Ég vissi ekki hvað ég vildi gera næst. Ég varð að taka mér fjögurra ára hvíld og guði sé lof að ég gerði það. Ég varð að sinna andlegri og líkamlegri heilsu“ sagði Hayden við Good Morning America. Leikkonan ræðir jafnframt andlegt heilsufar sitt í aprílhefti Women’s Health. Þar segist hún hafa skráð sig í meðferð árið 2015 þegar hún var að „drukkna“ í þáttagerð Nashville. Hún upplifði fæðingarþunglyndi eftir fæðingu dóttur sinnar og viðurkennir að hafa þá hallað sér að flöskunni. „Ég hefði átt að fara á þung- lyndislyf en maður þarf að finna réttu lyfin. Þau virka ekki vel með alkóhóli og ég var ekki tilbúin að hætta að drekka,“ sagði Hayden sem fór í áfengismeðferð 2021. Þegar tækifæri gafst til að snúa aftur í Scream var hún tilbúin. „Ég fann að ég vildi verða hluti af Scream á ný því ég vonaði að Kirby Reed væri enn á lífi.“ n Opnar sig um andlega vanheilsu „Á fjallastígum og slóðum verður tíminn og kílómetrar afstæðir,“ segir Kjartan Long sem hefur stundað utanvega- og fjallahlaup frá árinu 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.